Fara á efnissvæði

Borgaraleg ferming

Fermingardagurinn á að vera svo miklu meira en bara kransakakan. Þetta er útskriftarhátíð ungs fólks sem hefur vikurnar á undan velt fyrir sér stórum spurningunum sem við öll höfum um lífið. Borgaraleg ferming byggir á húmanískum grunni, þar sem gagnrýnin hugsun, siðfræði og samfélagslegar forsendur liggja til grundvallar. 

 

Ferming fyrir öll ungmenni

Fermingarfræðsla Siðmenntar miðar að því að efla unglinga og búa þeim dýrmætt veganesti til framtíðar.

Á námskeiðinu er lagt upp með því styrkja sjálfsmynd, hvetja til víðsýni og styðja við uppbyggilegt hugarfar. 

Fermingin er opin öllum ungmennum – óháð uppruna, kyni, kynhneigð, trú eða lífsskoðunum. Hvorki ungmennin né foreldrar þeirra þurfa að vera skráð í Siðmennt til að fermast hjá okkur. Aldursviðmið er 13-15 ára.

Að fermast borgaralega

Húmanísk fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan samanstendur af viðfangsefnum húmanískrar stefnu sem eiga vel við þann þroska sem einstaklingar taka út á unglingsárunum. Námskráin er þannig uppbyggð að hún fangar viðfangsefni námskeiðsins á heildrænan máta og leiðir þátttakendur í gegnum þær stóru spurningar sem kunna að vakna á leiðinni.
Nánari upplýsingar um húmaníska fermingarfræðslu.

Veraldleg athöfn

Að loknu námskeiði eru ungmennin fermd við hátíð­lega athöfn þar sem þau fá viðurkenningarskjal sem staðfestir ástundun þeirra í náminu. Hluti fermingarbarnanna tekur virkan þátt í athöfninni, t.d. með ljóðalestri, dansi, tónlistarflutningi og ávörpum. Siðmennt leggur metnað í að gera athafnir sínar hátíðlegar og virðulegar, en jafnframt skemmtilegar og eftirminnilegar. Nánari upplýsingar um borgaralegar fermingarathafnir.

Kostnaður

Verðskrá 2024:

Námskeið
Frá 35.000 kr.
Hópathöfn
25.000 kr.
Fjarnám
35.000 kr.
Heimaferming
49.000 kr.
Seinskráningar- og staðfestingargjald
5000 kr. **

* Verðskrá er birt með fyrirvara um breytingar og villur.

** Seinskráningargjald innheimt eftir að skráningu lýkur 15. janúar.

Gjald tengt staðsetningu athafna fyrir heimafermingar:
Akstursgjald: 184 kr/km fyrir árið 2023
Bið- & göngugjald: 10.000 kr/klst

* Akstursgjald fylgir ákvörðun fjármálaráðuneytisins og er breytilegt milli ára. Akstursgjaldið er rukkað skv. verðskrá hverju sinni á þeim tíma athöfnin fer fram.
* Fyrir athafnir utan heimasvæðis athafnarstjóra eru innheimtar 184 kr/km í aksturskostnað. Félagar í Siðmennt greiða þó ekki aksturskostnað vegna athafnar í sinni heimabyggð, nema í þeim tilfellum þar sem sérstaklega er óskað eftir athafnastjóra sem ekki býr á svæðinu.
* Dæmi: Frá Reykjavík til Þingvalla eru 95 km fram og til baka. Heildar akstursgjald væri þá 17.480 (95*184). Allir útreikningar eru byggðir á Google maps vegalengdum.
* Með bið er átt við veruleg frávik frá dagskrá, svo sem seinkun sem varðar hálftíma eða meira.
* Dæmi: Ef athafnastjóri þarf að bíða eða ganga í hálftíma bætist 5.000 kr. gjald við.
* Vinsamlegast athugið að í ákveðnum tilvikum gæti athafnastjóri þurft að gista nótt á hóteli. Sá kostnaður bætist við ferðakostnað og kostnað við athöfnina. Nánari upplýsingar veita starfsmenn Siðmenntar.

Afsláttur fyrir félaga í Siðmennt

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í Borgaralegri fermingu. Meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt, og reiknast sá afsláttur af verðinu þegar börn eru skráð á námskeið

Eftir að barn er skráð í námskeið þarf að senda staðfestingu á að foreldri/stjúpforeldri sé skráð í félagið á ferming@sidmennt.is Við munum þá handvirkt lækka greiðsluseðilinn eða endurgreiða inná kort eftir því hvaða greiðsluleið er valinn í ferlinu í Sportabler við skráningu.

Annað foreldri er meðlimur
10.000 kr í afslátt fyrir námskeiðsgjöld
Tveir foreldrar eru meðlimir
20.000 kr í afslátt fyrir námskeiðsgjöld

Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 20% afsláttur.

Skráning í Siðmennt

Fermingarfræðsla fyrir forvitin fermingarbörn

Í fermingarfræðslunni takast fermingarbörnin á við ýmis álitamál og beita gagnrýninni hugsun til þess að velta upp ólíkum sjónarmiðum. Fermingarfræðslan er lifandi og fer fram í gegnum leiki og æfingar sem virkja fermingarbörnin.