Borgaraleg ferming

Markmið borgaralegrar fermingar er að styrkja sjálfsmynd, metnað og uppbyggilegt hugarfar. Fermingarfræðsla miðar að því að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og búa þeim dýrmætt veganesti til framtíðar.

Skráning og skráningarfrestur

Skráning hefst 1. ágúst 2020 

Skráningarfrestur ER til 15. nóvember 2020 nema á Akureyri til 15. janúar 2021.

Þó verður enn hægt að skrá sig eftir það ef það eru ennþá laus pláss á námskeiðunum. Verður þá lagt á sérstakt seinskráningargjald, þar sem skipulagsvinna hefur þegar átt sér stað. Greiða þarf þátttökugjaldið (námskeið og athöfn innifalin) fyrir byrjun kennslunnar.

Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2021 má sjá hér á þessari síðu

Undirbúningsnámskeið

Ungmenni sem fermast borgaralega sækja undirbúningsnámskeið þar sem fjallað er um ýmislegt sem miðar að því að efla þroska, gott siðferði og ábyrgðarkennd. Má nefna sem dæmi gagnrýna hugsun, siðfræði, fjölmiðlalæsi, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, mannleg samskipti, fjölmenningu og fordóma, skaðsemi vímuefna, sjálfsmyndina og samskipti kynjanna, hamingjuna og tilgang lífsins, tilfinningar og sorg, mannréttindi og að bera virðingu fyrir umhverfi sínu.

Námskeiðið fjallar um siðferði og virðingu, ábyrgð, samskipti, mannréttindi og margt fleira.

Athöfnin

Að loknu námskeiði eru ungmennin fermd við hátíð­lega athöfn. Hluti fermingarbarnanna tekur virkan þátt í athöfninni, t.d. með ljóðalestri, dansi, tónlistarflutningi og ávörpum og öll fá viðurkenningarskjal sem staðfestir ástundun þeirra í náminu. Í Reykjavík og Kópavogi fara athafnir fram á sunnudögum í apríl og utan höfuðborgarsvæðisins eru fermingarathafnir haldnar eftir þátttöku á hverjum stað hverju sinni. Siðmennt leggur metnað í að gera athafnir sínar hátíðlegar og virðulegar, en jafnframt skemmtilegar og eftirminnilegar.

Orðið ferming er dregið af latneska orðinu confirmare, sem merkir m.a. að styrkjast eða staðfesta. Ungmennin eru að styrkja þá ákvörðun sína að vera ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi.

Ferming fyrir öll ungmenni

Við eigum það öll sameiginlegt að vera manneskjur og fögnum fjölbreytileika mannlífsins. Fermingin er opin öllum ungmennum, óháð uppruna, kyni, kynhneigð eða trúarbrögðum.

Námskeið um allt land

Fermingarbörnin sækja námskeið á höfuðborgarsvæðinu í 11 vikur, einu sinni í viku í um 80 mínútur í senn. Kennsla hefst snemma í janúar. Þátttakendur utan höfuðborgarsvæðisins sækja tvö helgarnámskeið í Reykjavík eða á Akureyri. Ef næg þátttaka er fyrir hendi í heimabyggð er möguleiki á að halda helgarnámskeið á staðnum. Æskilegt er að áhugi um það komi fram við skráningu. Ungmenni búsett erlendis geta tekið fermingarnámskeið í fjarnámi.

Kostnaður

Heildar kostnaður við þátttöku í fermingarfræðslu og athöfn er 44.000 kr. og skiptist þannig:

Námskeið
30.000 kr.

Athöfn
14.000 kr.

Fjarnám
35.000 kr.

Heimaferming
20.000 kr.

Seinskráningargjald
5.000 kr.

(Innheimt eftir að skráningu lýkur 1. nóvember)

Afsláttur af þátttökugjaldi fyrir félaga í Siðmennt

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í BF.

Meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt.

Ef annað foreldri er skráð í Siðmennt er veittur 10.000 kr. afsláttur ef báðir eru skráðir er veittur 20.000 kr. afsláttur.*

Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 25% afsláttur.

*Mikilvægt er að senda félaginu tölvupóst, um leið og skráning í BF er send inn, á ferming@sidmennt.is með skjáskoti af vefsíðu Þjóðskrár sem staðfestir að viðkomandi sé í Siðmennt til að geta fengið afslátt.

Mikilvægt:

Mikilvægt  er að muna að eindagi þátttökugjaldsins er í byrjun janúar, þannig að foreldrar verða að greiða eða ganga frá greiðslutilhögun áður en námskeiðið byrjar. Hægt er að skipta greiðslu í 3-4 hluta í heimabanka. Einnig er hægt að dreifa greiðslu með greiðslukorti. Ef greiðsla í heimabanka dregst fram yfir eindaga leggst á innheimtukostnaður banka.

Í sérstökum tilvikum, t.d. vegna greiðsluerfiðleika, er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra með tölvupósti á siggeir@sidmennt.is.

Hætt við þátttöku í námsskeiði

Hætti barn við þátttöku er þátttökugjaldið að fullu greitt til baka ef látið er vita tímanlega:

  • Vegna hefðbundinna námskeiða þarf að láta vita í síðasta lagi sunnudag fyrir byrjun 2. viku námskeiðsins.
  • Vegna helgarnámskeiða í síðasta lagi í lok fyrsta dags.

Börn fá því tækifæri til að hætta við án kostnaðar líki þeim ekki við námskeiðið.

Mikilvægt:

Ef hætt er þátttöku síðar áskilur Siðmennt sér rétt til að halda eftir umsýslugjaldi upp á kr. 3000.   Þetta er  vegna þess óhagræðis og vinnu sem skapast af því að endurskipuleggja hópana eftir að kennslan er hafin.

Hætt við þátttöku í athöfn

Hætti barn við þátttöku í athöfn fæst athafnargjaldið endurgreitt – en þó einungis fram til 15. mars. Eftir það fæst athafnargjaldið ekki endurgreitt sökum þess að skipulags- og prentunarvinna við fermingardagskrár eru á lokastigi.

Seinskráningargjald

Skráningarfrestur í BF er til og með 1. nóvember. Þó verður enn hægt að skrá sig eftir það og fram í byrjun desember ef það eru ennþá laus pláss á námskeiðunum. Verður þá lagt á sérstakt seinskráningargjald að upphæð 5.000 kr, þar sem skipulagsvinna hefur þegar átt sér stað.

Close Menu