Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

600 börn skráð í borgaralega fermingu!

Enn eitt árið er metfjöldi barna skráður í borgaralega fermingu Siðmenntar, en þegar þetta er skrifað eru 604 börn skráð, sem er um 5% fjölgun frá síðasta ári. Fermingarnámskeiðin á höfuðborgarsvæðinu hefjast næstkomandi mánudag, 11. janúar, svo nú fer hver að verða síðastur að skrá sig.

Þessar stigvaxandi vinsældir borgaralegrar fermingar eru ávöxtur þrotlausrar vinnu sjálfboðaliða félagsins síðustu 30 ár. Nú fermast rúmlega 13% árgangsins borgaralega sem sýnir okkur glöggt hversu mikilvægt það er að hafa val, og að sífellt fleiri velja þennan veraldlega valkost á þessum fyrstu stóru tímamótum unglingsáranna.

Enn er opið fyrir seinskráningar, og allar nánari upplýsingar má finna á upplýsingasíðunni okkar, en einnig er hægt að senda póst á ferming@sidmennt.is eða hringja í síma 533-5550

Til baka í yfirlit