Skráning í borgaralega fermingu 2017

Skráning í borgaralega fermingu 2017 hófst 1. ágúst 2016

Vinsamlegast lesið leiðbeiningar hér fyrir neðan áður en þið sendið inn skráningu í Borgaralega fermingu 2017:

Skráningarfrestur var til 15. nóvember 2016. Þó er enn hægt að skrá sig eftir það í byrjun desember ef það eru ennþá laus pláss á námskeiðunum. Verður þá lagt á sérstakt seinskráningargjald að upphæð 3.000 kr, þar sem skipulagsvinna hefur þegar átt sér stað. Eftir að námskeiðin hefjast snemma í janúar 2017 verður ekki hægt að taka við frekari skráningum.

Athugið að þó að seinskráningar séu leyfðar eru þær þó frekar óæskilegar, því þær skapa oft miklu meiri vinnu fyrir aðstandendur BF en annars væri þörf á, og það í sjálfum desember mánuði.

Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2017:

 • Sunnudaginn 2. apríl 2017 í Háskólabíó í Reykjavík – 3 athafnir, kl. 10:30, 12:30 og 14:30. 
 • Laugardaginn 8. apríl 2017 kl. 14:00 í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
 • Laugardaginn 8. apríl 2017 kl. 14:00 í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
 • Sunnudaginn 23. apríl 2017 í Salnum í Kópavogi – 3 athafnir, kl. 10:30, 12:30 og 14:30. 
 • Laugardaginn 3. júní 2017 kl. 14:00 í sal Háskólans á Akureyri.
 • Laugardaginn 3. júní 2017 kl. 14:00 í Skrúðgarðinum á Húsavík
 • Athafnir annars staðar eru ekki enn ákveðnar en möguleiki er á þeim ef næg þátttaka fæst á viðkomandi stöðum.

Þegar fullt í sum námskeið og athafnir

Vegna mikillar eftirspurnar er orðið fullt í sumum námskeiðum í vetur og athöfnum í vor. Eftirfarandi námskeið eru full:

 • Þriðjudagar
 • Miðvikudagar
 • Fimmtudagar

Eftirtaldar athafnir eru fullar:

 • Sunnudaginn 2. apríl í Háskólabíó  athafnirnar kl. 10:30 og 12:30. Laust er í athöfnina kl 14:30
 • Sunnudaginn 23. apríl í Salnum Kópavogi – fullt í allar athafnir.

Við erum auðvitað afskaplega ánægð með þátttökuna en hún hefur verið meiri en gert var ráð fyrir. Að sama skapi biðjumst við afsökunar á þeim óþægindum sem hugsnalega gæti stafað af þessu.

Að senda inn skráningu

Það er gert með því að fylla út í sérstakt rafrænt skráningarform hérna á síðunni með því að smella á “Opna skráningarform” linkinn hér fyrir neðan.

OPNA SKRÁNINGARFORM

MIKILVÆGT: Staðfesting berst á skráð tölvupóstfang fljótlega eftir að formið að neðan hefur verið útfyllt. Hafi staðfesting ekki borist í tölvupósti innan 24 klukkustunda hefur skráning af einhverjum ástæðum ekki komist til skila. Hægt er að senda okkur póst á ferming@sidmennt.is.

 Borgaraleg ferming - Efnisyfirlit       Kynningarefni       Skráning í borgaralega fermingu      BF 2017