Skráning í borgaralega fermingu

Skráning í borgaralega fermingu Siðmenntar fyrir 2021 er lokið.

Almennur skráningarfrestur var til 22. nóvember, en til 1. febrúar fyrir Akureyri.

Áfram verður opið fyrir skráningar á Akureyri og Akranesi ef pláss leyfir en 5.000 kr seinskráningargjald bætist þá ofan á gjaldið vegna skipulagsvinnu 

Eftirfarandi dagsetningar fyrir árið 2021 hafa verið staðfestar:

  • Reykjavík 21. og 28. mars í Háskólabíói kl. 10, 12 og 14
  • Reykjavík 20. mars kl. 12 og 14 í Háskólabíó (bætt við vegna mikillar eftirspurnar)
  • Reykjavík 27. mars kl. 12 og 14 í Háskólabíó (bætt við vegna mikillar eftirspurnar)
  • Reykjanesbær 11. apríl kl. 14 í FS
  • Selfoss 11. apríl kl. 14 í FSU
  • Akranes 18. apríl kl. 13 í Tónlistarskólanum Tónbergi
  • Akureyri 5. júní kl. 13 í Háskólanum á Akureyri

Ef um er að ræða aðra staði þá búum við til athöfn þar sem við náum að lágmarki átta fermingarbörnum. Neðst í skráningarforminu er hægt að óska eftir athöfn í ykkar heimabæ og ef við náum átta fermingarbörnum setjum við upp athöfn. Við bjóðum einnig upp á svokallaða heimafermingu, sem er sérathöfn persónulega sniðin að fermingarbarninu sem getur verið hvar og hvenær sem er.

Gjaldskrá 2021:

Námskeið: 30.000
Athafnargjald: 15.000
Samtals: 45.000
Veittur er 25% systkinaafsláttur. Sömuleiðis er veittur 10.000 króna afsláttur ef foreldri/forráðamaður er í Siðmennt, per foreldri/forráðamann (að hámarki 20.000 per barn).

Fermingarnámskeiðin hefjast eftir áramót og raðað verður í hópa á haustmánuðum. Í skráningarforminu er hægt að óska eftir sérstökum dögum. Í Reykjavík eru tímarnir einu sinni í viku í ellefu vikur og einnig er boðið upp á helgarnámskeið sem eru tvær helgar. Utan höfuðborgarsvæðisins er boðið upp á helgarnámskeið. Ekki er hægt að fermast hjá Siðmennt án þess að taka námskeiðið.

Ef þið þurfið að breyta skráningu, hvort sem um er að ræða fermingardeginum, óskadegi námskeiðs, nafni fermingarbarns eða hverju sem er öðru þá er lítið mál að breyta slíku með því að senda okkur tölvupóst á ferming@sidmennt.is.

Ef þið viljið fá svokallaða heimafermingu kostar sú athöfn 15.000 krónur aukalega – og mögulegt akstursgjald ef athöfnin er utan heimasvæðis athafnarstjóra.

Ef einhverjar spurningar vakna er sími borgaralegra ferminga 899 3295, tölvupósturinn okkar er ferming@sidmennt.is og þar að auki erum við með Facebookhóp fyrir foreldra og forráðamenn fermingarbarna 2021. Við hvetjum fólk til að skrá sig í þann hóp til að upplýsingaflæði geti verið sem greiðast. Að auki bendum við á að betra er að nota persónulegan tölvupóst frekar en vinnutengdan þegar þið skráið barnið.