Skráning í borgaralega fermingu

Skráning og skráningarfrestur

Opnað er fyrir skráningu 1. ágúst
Skráningarfrestur verður til 15. nóvember

Þó verður enn hægt að skrá sig eftir það í byrjun desember ef það eru ennþá laus pláss á námskeiðunum. Verður þá lagt á sérstakt seinskráningargjald, þar sem skipulagsvinna hefur þegar átt sér stað. 

Óvíst er að hægt sé að taka við beiðnum um skráningu eftir miðjan desember en námskeiðin byrja venjulega í fyrstu heilu vikunni í janúar, en þó með undantekningum. Greiða þarf þátttökugjaldið (námskeið og athöfn innifalin) fyrir byrjun kennslunnar.

Athugið að þó að seinskráningar séu leyfðar eru þær þó frekar óæskilegar, því þær skapa oft miklu meiri vinnu fyrir aðstandendur BF en annars væri þörf á, og það í sjálfum desember mánuði.

Staðfestar dagsetningar fyrir borgaralegar fermingarathafnir 2019 má sjá á BF 2019 upplýsingasíðunni.

Upplýsingar um borgaralega fermingu 2019

Ég vil fá sendan tölvupóst til að minna mig má þegar skráning í borgaralega fermingu 2019 hefst.

Afsláttur af þátttökugjaldi fyrir félaga í Siðmennt

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í BF.

Ekki er búið að ákveða gjald fyrir Borgaralega fermingu 2019* en meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt

Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 20% afsláttur.

Siðmennt hlaut aðild að Frístundakorti Reykjavíkurborgar 2013 en reglum kortsins var breytt 2014 þannig að trú- og lífsskoðanafélög urðu ekki lengur gjaldgeng. Foreldrar geta þ.a.l. því miður ekki nýtt sér þennan kost lengur.

*gjöld verða ákveðin fyrir 1. júní 2018 og þá birt á þessari síðu.
Close Menu
×
×

Cart