Við þekkjum flest hver Hope Knútsson en hún átti frumkvæði að borgaralegri fermingu árið 1989 sem leiddi til stofnunar Siðmenntar árið 1990. Hún var jafnframt verkefnastjóri hjá Siðmennt í 31 ár og formaður félagsins í 19 ár.
Í vor sendir hin magnaða Hope frá sér endurminningar sínar - Von frá Brooklyn. Ævistarf hennar er samtvinnað sögu Siðmenntar ásamt sögu iðjuþjálfunar og fjölmenningar á Íslandi. Fjölmargar ljósmyndir prýða þessa áhugaverðu og fallegu bók.
Vinum og velunnurum Hope býðst að ganga í hóp áskrifenda með því að skrá sig hér. Nöfn áskrifenda verða á sérstökum heiðurslista hollvina fremst í bókinni.