Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Von frá Brooklyn

Von frá Brooklyn

Við þekkjum flest hver Hope Knútsson en hún átti frumkvæði að borgaralegri fermingu árið 1989 sem leiddi til stofnunar Siðmenntar árið 1990. Hún var jafnframt verkefnastjóri hjá Siðmennt í 31 ár og formaður félagsins í 19 ár.

Í vor sendir hin magnaða Hope frá sér endurminningar sínar - Von frá Brooklyn. Ævistarf hennar er samtvinnað sögu Siðmenntar ásamt sögu iðjuþjálfunar og fjölmenningar á Íslandi. Fjölmargar ljósmyndir prýða þessa áhugaverðu og fallegu bók.

Vinum og velunnurum Hope býðst að ganga í hóp áskrifenda með því að skrá sig hér. Nöfn áskrifenda verða á sérstökum heiðurslista hollvina fremst í bókinni.

Til baka í yfirlit