Viljið þið gifta ykkur á Gamlársdag?
Siðmennt býður upp á stuttar giftingar á skrifstofu félagsins á Gamlársdag og áhugasöm geta sent tölvupóst á athafnir@sidmennt.is
Til að hjónavígsla hafi lagalegt gildi þurfa hjónaefni að fá útgefið könnunarvottorð.
*Hjónaefni sem fædd eru á Íslandi og hafa lögheimili á Íslandi geta sótt um tilskilin vottorð í gegnum www.island.is.
*Hjónaefni sem ekki eru fædd á Íslandi og/eða eru ekki með lögheimili hér á landi geta fyllt út þetta eyðublað og sótt um tilskilin vottorð hjá Sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum á netfangið gifting@syslumenn.is (s. 458-2900).
*Könnunarvottorð má ekki vera eldra en 30 daga á vígsludegi.
Verð
Kostnaður við stuttar athafnir er 40.000 kr og er afsláttur fyrir félaga í Siðmennt 10.000kr á hvorn einstakling.
Ekki er nauðsynlegt að vera skráður félagi í Siðmennt en ef áhugi er fyrir hendi er auðvelt að breyta um lífskoðunarfélag sér að kostnaðarlausu á www.island.is
Einnig höldum við áfram með einfaldar giftingar á einum föstudegi í mánuði í Ráðhúsi Reykjavíkur á nýju ári. Var þessu framtaki einstaklega vel tekið í haust og við munum vera í Ráðhúsinu 14 febrúar og 14 mars á nýju ári með stuttar giftingar.
Sjá nánari upplýsingar og skráningu fyrir þær athafnir hér: