Vel heppnaður fyrirlestur hjá PZ Myers í gær.
Um 100 manns mættu til að hlýða á líffræðinginn og bloggarann PZ Myers halda fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær. Hann fjallaði um þróun og útbreiðslu sköpunartrúar í Bandaríkjunum og eftir það fengu gestir að spyrja prófessorinn nánar út í efnið. Myers sló oft á létta strengi og það var hlegið og vel klappað þegar fyrirlestri lauk.
Siðmennt þakkar PZ Myers fyrir fyrirlesturinn og gestum fyrir að njóta kvöldsins með okkur.