L I F E R I N G er veraldlega þenkjandi félag allsgáðra alkóhólista og vímuefnafíkla sem leggur áherslu á sjálfshjálp og sjálfsábyrgð þeirra sem vilja berjast gegn áfengis – og vímuefnanauð sinni. Félagið er óháð trúarlegum viðhorfum og söfnuðum. Geta allir tekið þátt í störfum þess, hverjar sem lífsskoðanir þeirra eru, enda er ekki gerð krafa um að fólk temji sér ákveðin markmið umfram bindindi á áfengi og vímuefni.
Félagið byggist á sjálfshjálparhópum sem hafa það eitt markmið að styðja alla sem haldnir eru áfengis– eða vímuefnafíkn og vilja í einlægni halda bindindi.
Fundir félagsins einkennast af persónulegri tjáningu og hreinskiptum samræðum þar sem einlæg og uppbyggileg viðhorf eru höfð að leiðarljósi. Hvetur félagið til vísindalegra rannsókna á áfengisfíkn og annarri vímuefnanauð.
Fundir félagsins eru þrír vikulega:
– í Von húsi SÁÁ Efstaleiti 7 efri hæð miðvikudaga kl. 18
– í Von húsi SÁÁ Efstaleiti 7 efri hæð föstudaga kl. 18
– í Brautarholti 8, efri hæð laugardaga kl. 12
_________________
L I F E R I N G – EMPOWER YOUR SOBER SELF