Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Þjóðkirkjan og nýja stjórnarskráin – mikilvægur fundur

Tilkynning um mikilvægan fund í Iðnó á miðvikudaginn um þjóðkirkjuákvæði stjórnarskrárinnar.
Siðmennt berst fyrir jafnrétti lífsskoðunarfélaga, hvort sem þau byggja á trú eða veraldlegri lífssýn.  Hluti af þeirri baráttu er að afnema þjóðkirkjuskipanina því ekkert eitt félag getur verið fulltrúi allra landsmanna í þessum efnum.
Nú fer að líða að þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að tillögur Stjórnlagaráðs eigi að nota sem grunn að gerð nýrrar stjórnarskrár eða ekki og er þar sérstaklega spurt um hvort að ákvæði um Þjóðkirkjuna eigi heima í nýrri stjórnarskrá eða ekki.
Stjórnarskrárfélagið stendur fyrir spennandi borgarafundi í Iðnó á miðvikudag 10. október kl. 20.   Sjá tilkynningu Stjórnarskrársfélagsins:
….

„Þjóðkirkjan og nýja stjórnarskráin – Hvaða áhrif mun ný stjórnarskrá hafa á stöðu Þjóðkirkjunnar?“

Frummælendur og þátttakendur í pallborðsumræðum:

  • Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
  • Dögg Harðardóttir, fyrrum fulltrúi í Stjórnlagaráði
  • Hjalti Hugason, prófessor
  • Sigurður Hólm Gunnarsson, frá Siðmennt – Félagi siðrænna húmanista á Íslandi
  • Valgarður Guðjónsson, hugbúnaðarsérfræðingur
  • Fundarstjóri: Egill Helgason, fjölmiðlamaður

Þórir Baldursson tónlistarmaður leikur af fingrum fram á Hammond-orgel meðan fundargestir koma sér fyrir.

Fjölmennum! Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn á facebook: http://www.facebook.com/events/487996351224296/?fref=ts

Vinsamlega  látið fleiri vita af fundinum t. d. með því að deila viðburðinum og bjóða vinum.

Kveðja,

Stjórnarskrárfélagið

—-

Við hvetjum alla félaga Siðmenntar og áhugafólk um málefnið að mæta og sýna þannig áhuga í verki á þessu mikilvæga málefni.

Til baka í yfirlit