Þingsetningarathöfn Siðmenntar verður á sínum stað á morgun, en þessi viðburður hefur fest sig rækilega í sessi sem fastur liður við setningu Alþingis.
Athöfnin verður í Iðnó og hefst kl. 11:30 með ávarpi formanns, Ingu Auðbjargar Straumland.
Bjarni Snæbjörnsson, athafnastjóri og leikari, mun svo flytja hugvekju í bland við söngatriði.
Boðið verður uppá léttan hádegisverð fyrir gesti, en allir þingmenn hafa fengið boð sent.
Streymt verður beint frá ræðum og atriðum fyrir áhugasama. - Hlekkur á streymi hér!
Bjarni Snæbjörnsson leikari og athafnastjóri hjá Siðmennt flytur hugvekjuna í ár.