Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Þingsetningarathöfn Siðmenntar 2024

Þingsetningarathöfn Siðmenntar 2024
Í tilefni af setningu Alþingis bauð Siðmennt þingfólki og forseta Íslands á þingsetningar athöfn.

Athöfnin hófst með ávarpi formanns Siðmenntar, Ingu Auðbjargar Straumland.
Að því loknu flutti Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Lífsbrú-miðstöð sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis og handhafi Lýðheilsuverðlauna forseta Íslands 2024, hugvekju. 10. september er Guli dagurinn, dagur vitundarvakningar um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir.
Vilhjálmur Ósk Vilhjálms flutti tónlistaratriði listilega ásamt Inga Bjarna Skúlasyni, píanóleikara.

Í tilefni Gula dagsins klæddust margir gestanna gulu og sýndu með því samstöðu um mikilvægi forvarna gegn sjálfsvígum.
Til baka í yfirlit