Breski heimspekingurinn Stephen Law verður hér á landi í boði Siðmenntar og flytur tvö erindi á vegum félagsins. Mánudaginn 31. ágúst ræðir Law þađ sem hann kallar Believing bullshit á Kex hosteli Skúlagötu 28 kl. 20.
Miðvikudaginn 2. september kl. 17 í stofu HT104 á Háskólatorgi, flytur hann erindi sem kallast The war for children’s minds.
Allir eru velkomnir á þessa viðburði.
Auk þess mun Law hitta háskólakennara og nemendur á meðan á dvöl hans stendur.
Fyrir fjölmiðla:
Stephen Law er tilbúinn að svara spurningum fjölmiðla á meðan hann dvelur hér á landi. Hægt er að nálgast Law með því að hafa samband við Bjarna Jónsson (896-8101).
Nánar um Stephen Law:
Stephen Law er heimspekingur og rithöfundur. Á meðal bóka sem hann hefur gefið út eru Believing Bullshit, The Philosophy Gym, The Great philosophers, A very short Introduction to Humanism, The War for Children´s Minds.
Hann hefur einnig skrifað bækur sem höfða til barna og unglinga s.s. The Philosophy Gym, The Philosophy Files og The Outer Limits. Hann ritstýrir einnig tímaritinu Think: Philosophy for everyone. Hann hefur birt fjölda greina og í síðasta hefti Hugar – Tímariti Félags áhugamanna um heimspeki birtist grein eftir hann um heimspekinginn Immanúel Kant í þýðingu Gunnars Ragnarssonar.
Erindi í Háskólatorgi á vegum Siðmenntar:
Stríðið um barnshugann – Stephen Law 2. september
Erindi á Efast á kránni:
„Believing Bullshit“ – Stephen Law á Íslandi 31. ágúst