Í svörum framboða til Alþingis, sem Siðmennt sendi þeim nú fyrir kosningar, kemur fram að næstum öll svara spurningunni um hvort þau styðja aðskilnað ríkis og kirkju með JÁ-i.
Framsókn sker sig úr með því að svara þvert NEI. Dögun og Alþýðufylkingin hafa ekki mótað sér stefnu og Flokkur fólksins og Íslenski þjóðernissinnar kusu að svara ekki.
Miðað við skoðanakönnun Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands frá 21.10 þá nyti aðskilnaður ríkis og kirkju stuðnings 50 þingmanna af 63!
Um hvort framboðin hyggjast beita sér fyrir því að hefja undirbúning að ferli sem ljúki með aðskilnaði ríkis og kirkju er einnig stór hluti framboðanna sammála gera það.
Síðan er að bíða og sjá hvað gerist þegar úrslit liggja fyrir á sunnudaginn. Kjósendur geta hins vegar skoðað svör framboðanna hér á heimasíðu Siðmenntar.