Skrifstofa Siðmenntar í Skipholti 50c hefur verið svo til ómönnuð síðustu vikur, en hefur nú opnað á ný. Skrifstofan er alla jafna opin virka daga frá kl. 09:00-16:00 en það er þó ekki alltaf hægt að ganga að því vísu að allir séu í húsi, og vissara að gera boð á undan sér í síma 533-5550 eða senda okkur tölvupóst á skrifstofa@sidmennt.is.
Þá hefur orðið tímabundin breyting á starfsmannahaldi hér á skrifstofunni, en Heiðrún Arna, verkefnastjóri borgaralegra ferminga, er í fæðingarorlofi og verður til 1. nóvember. Staðgengill hennar næstu mánuði er Margrét Erla Maack, og hefur hún þegar tekið til starfa. Margrét er með netfangið margret@sidmennt.is og svarar einnig póstum sem berast á ferming@sidmennt.is. Í sumar mun hún svo einnig leysa framkvæmdastjóra af og sinna athafnaþjónustunni okkar.
Næstu vikur mun mönnun skrifstofunnar þó væntanlega verða eitthvað skert, og minnum við því aftur á netföngin hér að ofan, og símanúmerið okkar, 533-5550, en þar er hægt að ná bæði í Margréti og Siggeir framkvæmdastjóra.