Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Skráning í borgaralega fermingarfræðslu hefst vikuna 11. - 15. september!

Skráning í borgaralega fermingarfræðslu hefst vikuna 11. - 15. september!

Nú eru skráningar í borgaralegar fermingarathafnir fyrir árið 2024 komnar vel af stað og mörg að velta því fyrir sér hvenær hægt verði að skrá í fermingarfræðsluna.

Skráning hefst vikuna 11. - 15. september næstkomandi og fer fram í gegnum Sportabler. Fyrst verður opnað fyrir þau sem hafa greitt staðfestingargjaldið og síðan verður opnað fyrir almenna skráningu. Hægt verður að fylgjast með þeim valmöguleikum sem verða í boði hér á heimasíðunni þegar nær dregur.

Öll fræðsla hefst svo eftir áramót.

Í ár buðum við upp á fjölbreytta fræðslumöguleika og munum við gera það aftur á næsta ári þar sem þátttakendum býðst að velja námskeið í formi eins af neðangreindum tegundum:

  • Hefðbundin fermingarfræðsla þar sem kennt er 1,5 klst í viku í 11 vikur samtals.
  • Löng helgi á Úlfljótsvatni.
  • Fermingarnámskeið þar sem lögð er áhersla á listsköpun.
  • Fermingarnámskeið þar sem lögð er áhersla á útiveru.

 

Öll námskeið fylgja sömu námsskrá en hana má kynna sér hér. 

Líkt og fyrri ár er góður afsláttur af fræðslunni fyrir foreldra sem skráðir eru í Siðmennt en það er þó alls engin skylda að vera skráð. Afsláttur er 10.000 kr á hvort foreldri/stjúpforeldri eða hámark 20.000 kr. Skráning er fólki að kostnaðarlausu og fer fram í gegnum Þjóðskrá á www.skra.is á "Mínar síður" og þar undir trú-og lífskoðunarfélög og Siðmennt valin þar af listanum. 

Fyrirspurnum um fræðsluna eða athafnir í borgaralegri fermingu má beina á ferming@sidmennt.is 

Til baka í yfirlit