Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Siðrænn húmanismi

Þriðjudagskvöldið 1. október hélt Kari Vigeland fyrirlestur í Norræna húsinu um efnið „Humanism in the place religion“ (Húmanismi í stað trúarbragða). Kari Vigeland er dósent í sálfræði við Háskólann í Ósló. er framkvæmdastjóri „Human etisk forbund“ í Noregi og er varaforseti.i Alþjáðasamtaka siðrænna húmanista. Fyrirlesturinn var haldinn í samstarfi við Siðmennt, félag áhugamanna um borgaralegar athafnir hér á landi.


Hugtakið „húmanismi“ hefur oft verið þýtt á íslensku sem manngildisstefna. Uppruna húmanisma nútímans er að leita i ítölsku endurreisnarhreyfingunni á síðmiðöldum en heimspekigrunnur þessa húmanisma voru að viðfangsefni fræðilegrar umræðu ætti að vera maðurinn og umhverfi hans en ekki trúarbrögð, æðri máttarvöld eða hvers kyns dulhyggja. Strangar kröfur átti að gera til rökréttar hugsunar.

Upphaflega var húmanisminn ekki i sérstakri andstöðu við kristnina og sumir fremstu heimspekingar á 15. og 16. öld voru í senn húmanískir og kristnir. En þegar til lengdar lét jukust árekstrarnir milli kröfu hinna ýmsu kirkjudeilda um að aðeins einn opinber sannleikur gæti gilt og hugmynda húmanismans um frjálsan vilja mannsins og frjálsa hugsun. Á kirkjuþinginu i Trient árið 1563 bannaði kaþólska kirkjan allan heimspekilegan húmanisma og trúfélög mótmælenda fylgdu síðan meira eða minna í kjölfarið. Þetta var eðlilegur fylgifiskur stóraukinna trúvillinga- og galdrabrenna.

Eftir að margir einstaklingar fóru að efast um tilvist yfirnáttúrlegra afla var því eðlilegt að sumir þeirra færu að kenna sit; við húmanisma. Grundvallarhugsunin í trúlausum eða guðlausum húmanisma nútímans er þessi: Maðurinn er í tilvist sinni óstuddur (af „yfirnáttúrulegum öflum”) og þetta lif er hið eina sem við nokkru sinni eignumst.

Mörgum húmanistum þótti nauðsynlegt að efla með sér og félögum sinum ákveðin siðræn gildi. Hvernig gat maðurinn beitt frjálsum vilja sinum sér til þroska og öðrum mönnum til aðstoðar? Því kenndu þeir samtök sín við siðrænan húmanisma.

Félagið Siðmennt, sem stofnað var fyrir einu og hálfu ári, er einu samtök siðrænna húmanista á Íslandi. Félagið hefur m.a. staðið fyrir borgaralegri fermingu.

Þörfin á starfi siðrænna húmanista
Samkvæmt ýmsum könnunum telja um 10% Íslendinga að ekkert yfirnáttúrulegt sé til og að ekkert lif sé „eftir dauðann“, ekki einu sinni í formi endurholdgunar eða andaflökts (sent eru þó hvað vinsælustu trúarbrögðin hér á landi). Þetta er svipað hlutfalli strangtrúaðra kristinna manna. en um 12% Íslendinga trúa á tilvist djöfulsins og um 8% að Helvíti sé til. Eigi að síður stendur aðeins röskt. 1% allra Íslendinga utan allra trú félaga. Margir Íslendingar eru þannig í trúfélögum. sem þeir eiga litla eða enga hugmyndalega samstöðu með. Oftast er hér um Þjóðkirkjuna að ræða.

Þeir sem oftast gagnrýna félagið Siðmennt í einkaviðræðum koma einmitt úr röðum trúlausra Þjóðkirkjumeðlima. Þeir spyrja eitthvað á þessa leið: Hvers vegna eruð þið að þessu brölti? Er einhver þörf fyrir sérstakar athafnir trúlausra eða sérstakt félag þeirra? Skiptir máli hvar við skírum, hvernig við fermumst, giftumst eða erum grafnir?

Svar okkar, sem erum í samtökum siðrænna húmanista, við þessum spurningum er að allt þetta skipti máli og það er því þörf fyrir sérstakar athafnir trúlausra. Við viljum vera heiðarlegir gagnvart sannfæringu okkar og við afneitum

því hræsni. I stuttu mali sagt: Við neitum að taka þátt i sívaxandi firringu nútímasamfélagsins frá persónulegri ábyrgð og þar með persónulegri reisn. Þess vegna er þörf fyrir starf siðrænna húmanista.

DV 4. október 1991

Gísli Gunnarsson

Til baka í yfirlit