Aðalfundur Siðmenntar 2025 verður haldinn laugardaginn 1. mars kl. 14:00-17:00 í sal Nauthóls að Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík.
Dagskrá:
- Afhending viðurkenninga
- Kjör fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
- Áritaðir reikningar fyrra árs lagðir fram til umræðu og samþykktar
- Breytingar á lögum
- Ákvörðun félagsgjalda
- Kjör formanns og stjórnar, sbr. lög Siðmenntar grein 5.1.
- Kjör félagslegra skoðunarmanna reikninga, sbr. lög Siðmenntar grein 6.7
- Trúfrelsisstefna Siðmenntar
- Önnur mál
Stjórnarkjör
Vakin er sérstök athygli á 4.4. grein úr lögum Siðmenntar:
„Kjörgengi og rétt til atkvæðagreiðslu á aðalfundi hafa félagar sem skráðir eru í Siðmennt hjá Þjóðskrá og/eða fólk sem er skráð beint og hefur greitt félagsgjald undangengins starfsárs. Framboðsfrestur til stjórnar Siðmenntar rennur út tveimur vikum fyrir aðalfund. Náist ekki framboð til allra stjórnarsæta með 2 vikna fyrirvara má taka við framboðum á aðalfundi til þess sætis eða þeirra sæta sem í vantar.“
Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rennur út á miðnætti laugardaginn 15. febrúar en á aðalfundi þann 1. mars verða kosnir fjórir aðalmenn og tveir varamenn í stjórn auk formanns. Framboðum má skila til framkvæmdastýru Siðmenntar á netfangið gudrunthora@sidmennt.is, framboðum skulu fylgja upplýsingar um það hvort fólk sækist sæti aðalmanns, varamanns eða formanns.
Einnig minnir stjórn félagsins á tilnefningar til húmanistaviðurkenningarinnar og fræðslu- og vísindaviðurkenningar Siðmenntar, sem afhentar verða á fundinum. Hér má sjá meira um viðurkenningarnar auk þess sem senda má inn tilnefningar hér.
Heill dagur af húmanisma
Laugardaginn 1. mars stendur Siðmennt fyrir heilum degi af húmanisma þar sem Siðmenntarþing og aðalfundur fer fram og mun þessum frábæra degi svo ljúka með árshátíð um kvöldið.
Hvetjum áhugasöm til að taka þátt í öllu því sem þau geta en hægt er að skrá sig í einstaka liði dagskrárinnar líka.
Skráning fer fram hér.
10:00 - 11:45 Húmanísk bókmenntahátíð
11:45 - 12:15 Léttur hádegisverður
12:15 - 13:50 Málþing um sálgæslu
13:50 - 14:00 Veiting Húmanistaviðurkenningar og fræðslu- og vísindaviðurkenningar
14:00 - 17:00 Aðalfundur
18:30 Árshátíð Siðmenntar
Staðsetning Siðmenntarþings og aðalfundar: salur Nauthóls að Nauthólsvegi 106, 102 Reykjavík.
Staðsetning árshátíðar Siðmenntar: Bragginn, Nauthólsvegur 100, 102 Reykjavík.
Húmanísk bókmenntahátíð
Á Húmanískri bókmenntahátíð Siðmenntar munu koma fram:
- Bjarni Snæbjörnsson
- Bragi Páll Sigurðarson
- Hope Knútsson
- Linda Vilhjálmsdóttir
Í kjölfarið verður létt sófaspjall.
Öll eru velkomin á Húmaníska bókmenntahátíð Siðmenntar, óháð lífsskoðun.
Málþing um sálgæslu
Meðal þátttakenda eru:
- Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar
- Fulltrúi sálgæsluteymis presta og djákna á Landspítalanum
- Myndbandserindi frá Lindsay de Wal frá Humanists UK en hún er einnig fyrsti húmanistinn til að leiða sálgæsluteymi á breskum spítala.
Öll eru velkomin á málþing Siðmenntar um sálgæslu, óháð lífsskoðun.