Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Siðmennt leggur land undir fót!

Siðmennt leggur land undir fót!

Siðmennt er heldur betur á faraldsfæti þessa dagana, en í samfloti við fermingarathafnir á landsbyggðinni stendur félagið fyrir opnum viðburðum, og varð barsvar með húmanískum áherslum fyrir valinu að þessu sinni.

Þema Barsvarsins er Húmanismi, hamfarir, heimspeki og helgispjöll. Spyrill verður Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar. Spurningarhöfundar eru fyrrnefnd Inga og Stefán Rafn Sigurbjörnsson.

Föstudaginn 28. maí verðum við á Aski Taproom á Egilsstöðum og laugardaginn 29. maí í Beituskúrnum í Neskaupsstað. 

Sérstakur gestur á laugardeginum verður engin önnur en hin landsfræga Bingó Bogga!

Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm og samkomutakmarkanir leyfa. Skráning á staðnum, tveir í hverju liði. Öll keppnislið fá veigar í boði Siðmenntar meðan birgðir endast, og sigurliðið fær veglegan vinning í fljótandi formi!

Barsvarið 28. á Facebook - viðburður

Barsvarið 29. á Facebook - Viðburður

Föstudaginn 4. júní verðum við svo á Akureyri, sem verður nánar auglýst þegar nær dregur.

 

Til baka í yfirlit