Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Siðmennt auglýsir eftir verkefnastjóra borgaralegrar fermingar

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur boðið upp á borgaralegar fermingar í rúm 30 ár. Markmið borgaralegrar fermingar er að styrkja sjálfsmynd, metnað og uppbyggilegt hugarfar hjá íslenskum ungmennum. Fermingarfræðsla miðar að því að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og búa þeim dýrmætt veganesti til framtíðar. Verkefnastjóri borgaralegrar fermingar sér um utanumhald fermingarfræðslu og viðburðastjórnun funda og athafna í samstarfi við annað starfsfólk félagsins.

Helstu verkefni:

  • Verkefnastjórn fermingarfræðslu og fermingarathafna lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar.
  • Umsjón með skráningum, upplýsingagjöf og samskiptum við foreldra.
  • Samskipti við leiðbeinendur, starfsfólk og sjálfboðaliða.
  • Þátttaka í þróun á námsefni og fyrirkomulagi borgaralegra ferminga.
  • Utanumhald og skipulag á fermingarathöfnum.
  • Afleysing framkvæmdastjóra á sumrin.
  • Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri og stjórn fela starfsmanni.

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Krafa um góða íslenskukunnáttu í rituðu og töluðu máli.
  • Reynsla af félagsstörfum og stjórnun viðburða og verkefna.
  • Reynsla af vefumsjónarkerfum, fjarnámskerfum, atvinnusamfélagsmiðlun og/eða Mailchimp er kostur.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð almenn tölvukunnátta og auga fyrir smáatriðum.
  • Sveigjanleiki, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hæfni til að bregðast við óvæntum og/eða alvarlegum aðstæðum og taka faglegar ákvarðanir undir álagi.
  • Reynsla af leikstjórn, sviðstjórn, fundarstjórnun eða athafnastjórnun kostur.

Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með húmaníska lífssýn. Miðað er við 50% starfshlutfall, með möguleika á auknu hlutfalli þegar fram líða stundir. Starfið er að hluta til unnið um helgar og myndast álagspunktar þegar fermingar hvers árs fara fram. Starfsálag getur því verið breytilegt eftir stöðu verkefna hverju sinni. Skrifstofa Siðmenntar er í Reykjavík og starfið hentar því best þeim sem búa nálægt. Borgaralegar fermingar fara hins vegar fram um allt land, svo ferðalög gætu falist í starfinu.

Umsóknarfrestur er 26. júní og umsóknir berist á umsoknir@sidmennt.is. Nánari upplýsingar veitir Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar, í síma 8966120 og inga@sidmennt.is.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf strax í lok sumars. Ráðið verður í stöðuna frá 1. september, eða fyrr ef því verður við komið.

Til baka í yfirlit