Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Siðmennt auglýsir eftir leiðbeinendum í borgaralega fermingarfræðslu

Við auglýsum eftir leiðbeinendum í borgaralega fermingarfræðslu!

Vegna síaukinnar aðsóknar í fermingarfræðslu Siðmennt viljum við bæta við okkur leiðbeinendum.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur boðið upp á borgaralegar fermingar í rúm 30 ár. Markmið borgaralegrar fermingar er að styrkja sjálfsmynd, metnað og uppbyggilegt hugarfar hjá íslenskum ungmennum. 

Stefna borgaralegrar fermingarfræðslu er að rækta með markvissum hætti þá þekkingu og færni sem styrkir einstakling til að verða gagnrýninn og virkur þátttakandi í nútímasamfélagi. Kjarninn er settur saman úr grunnþáttum sem við teljum mikilvæga fyrir þroska einstaklings. Þeir þættir eru m.a. gagnrýnin hugsun, siðfræði, gildismat og réttlæti. Leiðbeinendur þurfa að hafa áhuga og metnað í að leiða nemendur í samræðum tengdum viðfangsefnunum og hæfni til þess að leyfa þeim sjálfum að feta sig að niðurstöðunni. Með öðrum orðum, hæfni til þess að leyfa þeim að þroska hugsun sína.

Námskeiðin standa yfir frá 4. janúar 2021 til og með 19. mars 2021 og er kennt 1x í viku í 80 mínútur í senn, þessar 11 vikur. Kennslan fer fram á Centerhotel Plaza við Austurstræti og eru 3-5 hópar sem mæta daglega alla virka daga ef aðstæður í samfélaginu leyfa. Mögulegt er að leiðbeinandi taki að sér tvo hópa og kenni þá 2 virka daga í þessar 11 vikur ef áhugi er á því. Um verktakavinnu er að ræða.

Hæfniskröfur:

– Menntun sem nýtist í starfi, svo sem kennsluréttindi
– Reynsla af kennslu í efri bekkjum grunnskóla kostur
– Víðsýni
– Stundvísi og áreiðanleiki
– Þolinmæði og hæfni til þess að leyfa hugsun unglinga að gerjast og þroskast
– Krafa um góða íslenskukunnáttu í rituðu og töluðu máli.
– Góð almenn tölvukunnátta 
– Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

 

Umsóknarfrestur er 30. nóvember og umsóknir berist á ferming@sidmennt.is.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Hjaltadóttir í síma 897-2933.

Til baka í yfirlit