Í tilefni af því að enn á ný er komin upp fjölmiðlaumræða um hin svonefndu sóknargjöld vill stjórn Siðmenntar árétta eftirfarandi:
Siðmennt er andsnúin því að ríkið haldi utan um innheimtu og endurdreifingu á félagsgjöldum trúar- og lífsskoðunarfélaga og skráningu í trúfélög. Réttast væri að trú- og lífsskoðunarfélög sjái sjálf um þessi mál. Siðmennt leggur þó áherslu á að þangað til að þetta fyrirkomulag verður aflagt standi öll trúar- og lífsskoðunarfélögum jafnfætis varðandi hin svonefndu sóknargjöld.
Fyrir hönd Siðmenntar
Sævar Finnbogason
Starfandi formaður Siðmenntar