Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

SAMT hlýtur Freidenker verðlaunin 2007

Það tilkynnist með miklu stolti að SAMT, trúlausi umræðuhópurinn innan veggja Siðmenntar, hefur verið veitt Freidenker verðlaun Atheist Alliance International (AAI) fyrir árið 2007. Verða þessi verðlaun veitt formlega á ársþingi AAI sem haldið verður 28. – 30. september í Crystal City í Virginia fylki Bandaríkjanna. Þingið ber yfirskriftina „Kristaltært trúleysi“.


SAMT, með aðstoð Siðmenntar, Skeptikusar, Vantrúar og AAI, hélt í fyrra alþjóðlegu ráðstefnuna Jákvæðar raddir trúleysis, þar sem umræðuefnið var trúleysi, húmanismi og frjáls hugsun. SAMT hlýtur þessu verðlaun fyrir að ”styrkja samfélag frjálsrar hugsunar í heiminum”. Sjá mynd

Til baka í yfirlit