Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Rómantík í Ráðhúsinu á sumarsólstöðum

Rómantík í Ráðhúsinu á sumarsólstöðum


Miðvikudaginn 21. júní næstkomandi býður Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, kærustupörum
að ganga í hjónaband í snarpri, merkingarþrunginni, hátíðlegri og síðast en ekki síst lögformlegri athöfn. 

Að þessu sinni verður viðburðurinn haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og er þetta í fyrsta sinn sem hjónavígslur á vegum Siðmenntar fara fram þar með sambærilegum hætti.

Skráning
Í fyrra komust færri að en vildu svo áhugasöm eru hvött til að skrá sig sem fyrst hér. Reynt verður að tryggja öllum umsækjendum athöfn. Umsækjendum verður sendur greiðsuhlekkur til staðfestingar á skráningu athafnar og þegar athafnargjald hefur verið greitt verður hjónaefnum úthlutaður tími á athafnardag.

Verð
10.000 ef bæði hjónaefni eru félagar á vígsludag
15.000 ef annað hjónaefna er félagi 
20.000 ef hvorugt hjónaefna er félagi
Auðvelt er að velja til hvaða lífsskoðunarfélags sóknargjöldin þín renna á www.island.is

Athafnirnar taka um 20-30 mínútur hver og boðið verður upp á lifandi tónlist og fallegt umhverfi. Gestir velkomnir.
Fyrirspurnir sendist á athafnir@sidmennt.is
Til baka í yfirlit