Fida Abu Libdah hélt ræðu við borgaralega fermingu í Reykjanesbæ þann 16. maí 2021. Fida er fædd og uppalin í Palestínu, útskrifuð með gráðu í Orku- og umhverfistæknifræði og er framkvæmdastjóri Geo Silica.
Kæru fermingarbörn og fjölskyldur,
það er mér svo sannarlega mikill heiður að vera með ykkur á þessu merkilega degi! Að fara á móti straumnum á þessum aldri segir mikið um hversu flottar manneskjur þið eruð, að hafa skoðanir og velja borgaralega fermingu og ekki láta fjöldann hafa áhrif á ykkur segir mér að þið eigið eftir að vera þið sjálf í framtíðinni og þannig finnið þið hamingjuna.
Ég var aðeins eldri en þið í dag þegar fjölskyldan mín ákvað að flytja til Íslands og eins og þið vitið er maður mjög viðkvæmur fyrir öllum breytingum á þessum aldri. Ég var mjög spennt yfir því að koma til Íslands, ég vissi eiginlega ekki hvað það þýddi. En var mjög fljót að átta mig á því að það þýddi að missa alla vini mína á einu bretti, missa stóran hluta af fjölskyldunni minni allt í einu, að skilja ekki neitt það sem fólk er að tala um í kringum mig og að ekki geta tjáð mig almennilega. Það þýddi að þetta yrði lífið mitt ekki bara í dag heldur í svolítin tíma og á þessum tíma hugsaði ég að það yrði forever.
Á þessum tíma þegar ég var ný komin til Íslands voru ekki margir innflytjendur á þessum aldri og það var ekki búið að móta almennilega stefnu hvernig ætti að taka á móti okkur, sem dæmi þá var ég sett í skóla með íslenskum krökkum og varð læra allt á íslensku, meir að segja þurfti ég að læra dönsku líka, ég man eftir því að ég vissi ekki hvort kennarinn minn var að tala dönsku eða íslensku, ég þekkti ekki muninn. Ég reyndi mitt besta að læra og klára skólann, mætti í skólann en skildi ekki neitt, fór heim og kom aftur í skólann daginn eftir og skildi ekki neitt ennþá og fór aftur heim. Þessi saga gekk í nokkur ár þangað til ég gafst upp og hugsaði að ég er ekkert að fara ná þessu. Ég átti mína drauma síðan ég var lítil stelpa var að klára menntunina mína, ég var alin upp við það að menntun væri mjög mikilvægt og til að geta breytt samfélaginu mínu til hins betri þurfti ég að afla mér þekkingu og mennta mig.
Það er ótrúlegt hvað við, samfélagið og allt í kringum okkur getur haft áhrif á hver við erum og hvað við verðum. Á þessum tíma var sagt við mig að kerfið er bara svona það er erfitt fyrir innflytjendur að klára menntaskóla á Íslandi og þú verður bara að sætta þig við þetta. Ég viðurkenni það að á þessum tíma trúði ég því og var alveg sátt við þá staðreynd að þetta yrði of erfitt fyrir mig. Í gegnum árum lærði ég annað, við héldum að konur geta ekki verið forsetar þangað til fyrsti kvenn forsetinn var til hérna á Íslandi og það var allt í einu nýja normið.
Þeir sem eru fyrstir til að gera eitthvað köllum við fyrirmyndir og um leið og þeir sýna okkur að þetta er hægt koma margir fylgismenn og gera það sama og bæta það sem var gert og breyta því í nýja normið. Ég vil biðja ykkur um að vera fyrirmynd og fylgja góðum fyrirmyndum, að finna fyrirmynd sem hefur sömu gildi og þið og að þið getið séð ykkur sjálf í framtíðinni í þeim.
Ég veit að nú í dag er erfiðari fyrir ykkur að finna fyrirmynd og þá er ég ekki að tala um áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Flestir af þessum áhrifavöldum eru ekki fyrirmyndir og eru aðeins sölumenn, fyrirmynd á ekki að snúast um líkamsvöxt, útlit, söngrödd eða sérstaka hæfileika. Fyrirmyndir eru fólk sem elta draumana sína, láta ekki álit annara stoppa sig og trúa og treysta á að þau geta gert allt sem þau vilja gera og geta farið í gegnum lífið á eigin forsendum og ekki á forsendum annarra. Fyrirmynd er manneskja sem gerir mistök og lærir af þeim, fyrirmynd á ekki að vera einhver fullkomin manneskja, það er bara einfaldlega ekki til nema kannski á samfélagsmiðlum.
Góð fyrirmynd geta haft svo mikil áhrif á líf okkar og hvað við verðum í framtíðinni, við megum velja okkur margar fyrirmyndir og skipta þeim út eða bæta við, það eru engin takmörk, því fleiri góðar fyrirmyndir sem við höfum því betra. Það skiptir máli að við fórum í gegnum lífið og hugsum að við ætlum líka að vera góð fyrirmynd og vera besta útgáfan af okkur sjálfum. Hvernig gerum við það? Það sem þið getið gert er að vera jákvæð, fylgja eigin sannfæringu , hafa góðar fyrirmyndir og ekki láta segja ykkur hvað þið getið gert og hvað þið getið ekki gert.
Í dag stend ég fyrir framan ykkur, háskólamenntuð, tæknifræðingur, frumkvöðull með eigið nýsköpunarfyrirtæki og þriggja barna móðir að halda ræðu á íslensku. Það er ekki langt síðan að ég kunni ekki einu sinni stafrófið og það ekki langt síðan að það var sagt við mig að þú getur þetta ekki. Einn daginn ákvað ég að ég ætla vera fyrirmynd, ég ætla mér að mennta mig og skapa mína eigin gæfu til að fá meira út úr lífinu.
Ég ætla að vera fyrirmynd sem leggur ótal mikið á sig til að ná að láta draumana mína rætast, ég ætla ekki að láta segja mér hvað ég get og hvað ég get ekki.
Ég er að segja ykkur í dag, þið getið gert allt sem þið viljið gera og þið getið verið allt sem þið viljið vera.
Til hamingju með daginn ykkar í dag og hlakka til að fylgjast með ykkur í framtíðinni