Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Ræða fermingarbarns – Borgaraleg ferming 2014 á Akureyri

Ræða sem Ágúst Már Steinþórsson, fermingarbarn, flutti við borgaralega fermingu sem fór fram í Hofi á Akureyri 7. júní 2014. 

Myndir má sjá á Fésbókarsíðu Siðmenntar.


Komið þið sæl og blessuð!

Ég heiti Ágúst Már Steinþórsson. Ég er 13 ára strákur frá Akureyri.

Ég ætla að segja ykkur aðeins frá mér og vara ykkur við að þetta er allt í miklu gríni gert og svo ætla ég að lesa upp nokkrar augljósar staðreyndir.

Ég heiti Ágúst Már, ég veit ekki alveg af hverju ég var endilega skírður það, mömmu og pabba líkaði vel við mánuðinn og svo fæddist ég líka í ágúst, einfalt og þægilegt að muna þetta.

Mamma mín er legend, hún er Hjalteyringur og pabbi minn er meistari, hann er frá Akureyri.

Pabbi minn ofnotar yatzy í símanum sínum og stundum fer hann inn í rúm og segist vera að fara að sofa en svo kemur maður tveimur klst seinna og þá er hann í yatzy í símanum hann er líka kominn fáránlega langt í hill climb racing í símanum sínum (sem er bílaleikur).

Mamma er léttruglaður kennari og það er erfitt starf en það er ekkert miðað við það að fást við mig og bræður mína sem eru þrír, síðast þegar ég taldi…

Litlu bræður mínir eru bandbrjálaðir og elska ekkert meira en að pirra mig en þeir eru ekki neitt miðað við mig þegar ég var á sama aldri segir mamma.

Stóri bróðir minn er annaðhvort sofandi eða á  æfingum eða með vinum sínum, eða ofaná kærustu sinni, og er því ekkert mikið heima en við tölum saman, á facebook… ég er annar í röðinni af fjórum bræðrum svo ég er ekki einu sinni miðjubarn.

Mér finnst fyndið að kenna ömmu og afa að fara inná netið og halda á tölvumús. Mér finnst líka gaman í fótbolta og handbolta og er mikið á fótboltavellinum eða heima í tölvu að spila fótboltaleik, mamma og pabbi eru ekki sérstaklega hrifin af tölvunotkun minni en hvaða foreldrar eru það??

Svo fóru þau einu sinni á eitthvað námskeið í skólanum um neikvæð áhrif tölvunotkunar og símanotkunar sem að var ekkert sérstaklega gaman fyrir okkur eldri bræðrurna… því að eftir námskeiðið voru þau sannfærð um að við yrðum morðingjar og ræningjar í framtíðinni útaf tölvuleikjum. Mjög eðlilegt er það ekki?

Mér finnst mjög algengur miskilningur að það verði ekki neitt úr unglingum útaf símum og tölvum en í raun er það eitt besta tæki til dæmis til að félagsvæðast í dag, t.d finnst mömmu og pabba mjög skrýtið að ég fari ekki og dingli hjá vinum mínum en í staðinn get ég gert það á hálfri mínútu á netinu.

En að öllu gríni slepptu þá er fjölskylda mín frábær, ævi mín hingað til hefur verið mjög fín og ég á margar góðar minningar. Mamma og pabbi takk fyrir að nenna að eiga mig ég get verið ansi erfiður og í rauninni bara takk fyrir allt kæra fjölskylda meira að segja þú… Siggi bróðir.
Svo koma hérna nokkrar augljósar staðreyndir í lokin:

1.barnaolía er ekki gerð úr börnum

2. tölvumús er ekki með tennur eins og alvörumús

3.dekk verða ekki ástfangin

4.Ghandi var ekki DJ

5.Pabbi þinn er faðir þinn

6.100% af fólki sem drekkur vatn deyr á endanum

7. líkurnar á að þú deyir aukast um 100% þegar þú fæðist

8.Facebook er ekki bók

9.69% af heiminum vita ekki seinna nafn Hitlers.

10. gullfiskar eru ekki úr gulli

Til hamingju með daginn, vonandi verður hann skemmtilegur og gangi ykkur vel í lífinu.

Takk fyrir mig !

Ágúst Már Steinþórsson

Til baka í yfirlit