Aðalfundur Siðmenntar fyrir árið 2019 var haldinn þann 18. febrúar í Hannesarholti. Félagar fjölmenntu á fundinn en alls voru 41 atkvæðisbærir félagar á fundinum.
Engar lagabreytingar bárust fyrir fundinn og þá lagði stjórn til að félagsgjöld yrðu óbreytt.
Kosið var um embætti formanns og voru tveir í framboði, Jóhann Björnsson og Sigurður Hólm Gunnarsson og þurfti því að kjósa. Atkvæðin skiptust þannig að Jóhann hlaut 23, Sigurður 17 og einn atkvæðaseðill var auður. Jóhann Björnsson tók því við formannsembættinu á ný eftir stutt hlé.
Einnig þurfti að kjósa í stjórn þar sem frambjóðendur voru fleiri en þau fjögur stjórnarsæti sem í boði voru.
Sitjandi stjórn hafði fyrir fund gefið kost á sér til áframhaldandi setu. Eftir að úrslit í formannskjöri lágu fyrir drógu Auður Sturludóttir og Margrét Pétursdóttir sín framboð til baka. Þá ákvað Hope Knútsson að gefa frekar kost á sér í varastjórn. Inga Auðbjörg hafði einnig gefið kost á sér í aðalstjórn en dró framboð sitt til baka.
Í kjöri til stjórnar voru:
Helga Jóhanna Úlfarsdóttir – 31 atkvæði
Júlía Linda Ómarsdóttir – 26 atkvæði
Kristinn Theódórsson – 16 atkvæði
Steinar Harðarson – 30 atkvæði
Sævar Finnbogason – 25 atkvæði
Tómas Kristjánsson – 8 atkævði
Í stjórn voru því kosin: Helga Jóhanna, Júlía Linda, Steinar og Sævar
Í kjöri til vararstjórnar voru:
Bjarni Jónsson
Hope Knútsson
Hrafnkell Stefánsson
Jens Ívar Jóhönnuson Albertsson
Kristinn Theódórsson
Tómas Kristjánsson
Þorsteinn Örn Kolbeinsson
Ben Bohn hafði gefið kost á sér í varastjórn en dró framboð sitt til baka, svo að varastjórn var sjálfkjörin.
Ný stjórn Siðmenntar hefur ekki komið saman til að skipta með sér verkum en stjórnarfundur er fyrirhugaður mánudaginn 4. mars