Menningarhátíð Siðmenntar fór fram í Salnum í Kópavogi í gær 15. september. Margir frábærir listamenn glöddu augu og eyru gesta og Sigrún Valbergsdóttir og Felix Bergsson sáu til þess að andinn í salnum væri hlýr og persónulegur. Lista- og ræðumenn voru hver öðrum betri og allir gestir sem við heyrðum í voru á einu máli um að kvöldið hafi verið afskaplega notalegt.
Siðmennt þakkar öllu dásamlega fólkinu sem kom fram hjartanlega fyrir ómetanlegt framlag sitt og gestunum fyrir komuna. Menningarviðburður af þessu tagi á greinilega vel heima í starfi Siðmenntar og við stefnum ótrauð að því að endurtaka leikinn að ári.
Fyrir neðan má sjá myndir frá hátíðinni.