Húmanistar í Skotlandi hafa náð einstökum árangri í að veita veraldlega/húmanískar athafnir. Samkvæmt tölum um giftingar fyrir 2011 kjósa 52% Skota að gifta sig með veraldlegum hætti og þá eru með taldar athafnir á vegum borgaralegra yfirvalda.. Árið 1971 kusu 31% veraldlega athöfn og því ljóst að vinsældir húmanískra athafna hafa aukist mjög hratt.
Humanist Society Scotland (HSS), systurfélag Siðmenntar, fékk lagalega stöðu árið 2005 til að gifta. Það árið giftu sig um 100 pör á vegum HSS. Árið 2010 giftu sig 2.092 pör hjá HSS og árið 2011 2.846 pör. Til samanburðar fyrir árið 2011 giftu sig 1.729 pör hjá kaþólsku kirkjunni og 5.557 pör hjá Church of Scotland (CoS) og er því gifting á vegum HSS önnur vinsælust. Með sama áframhaldandi vexti í húmanískum athöfnum munu fleiri velja giftingu hjá HSS en hjá CoS árið 2015
Hjá HSS starf yfir 100 athafnarstjórar sem annast athafnir og fer hratt fjölgandi. Þeir fá fyrst þjálfun í að stjórna útförum en geta síðan sótt um að sinna giftingum. Þess má geta að árið 2011 stjórnuðu athafnarstjórar HSS 2.854 útförum og 146 nafngjöfum.
Siðmennt hóf athafnaþjónustu sína (við aðrar athafnir en fermingu) formlega 29. maí árið 2008. Félagið hefur á að skipa vel menntaða og þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e
Athafnir félagsins byggja ekki á trúarlegu innihaldi og er fólki sem vill byggja athafnir sínar á trú því góðfúslega bent á að leita til trúfélags. Athafnir Siðmenntar innihalda ekki hugmyndafræðilegar játningar af neinu tagi og eru opnar öllum þ.m.t. trúuðu fólki sem af einhverjum ástæðum óskar veraldlegrar athafnar. Athafnir félagsins eru ekki vígslur og marka heldur ekki inngöngu í félagið.. nafngjöfum, giftingum og útförum. Rétt tæplega 100 athafnir hafa farið fram með þeirra stjórn. Siðmennt hefur farið rólega í sakirnar fyrstu árin til að leggja grunninn. Þjónustan hefur ekki verið auglýst nema í nokkur skipti og því vita ekki margir af henni enn sem komið er.
Siðmennt hóf að bjóða upp á borgaralega fermingu árið 1989 og mun fermingin 2013 því verða í 25 sinnið sem félagið býður upp á þennan valkost. Vinsældir þeirra hafa aukist verulega. Fyrsta árið fermdu sig 16 ungmenni í einni athöfn í Norræna húsinu en gestir voru 150. Árið 1994 fermdust 20 og gestir voru 200 þegar athöfnin var haldin í Hafnarborg. Árið 1999 voru fermingarbörnin orðin 57 og gestir 700 og fyrst skiptið sem athöfnin fór fram í Háskólabíó sem síðan hefur óslitið verið notað fyrir BF athafnir.
Árið 2004 fermdust 84 ungmenni og gestirnir voru um 1000 og 2009 fermdust 120 í tveimur athöfnum en gestir voru 1500. Árið 2012 varð síðan enn eitt metárið þegar 214 unglingar fermdust hjá Siðmennt í 7 mismunandi athöfnum og gestir voru rétt um 3000. Tvær athafnir fóru fram í Háskólabíó og aðrar tvær í Salnum í Kópavogi og voru það fyrstu athafnirnar þar. Athöfn var í Hofi á Akureyri og á Fljótsdalshéraði og að lokum var í fyrsta skipti boðið upp á athöfn á Selfossi. Samtals hafa tæplega 1800 ungmenni valið borgaralega fermingu frá upphafi og gestir fara að nálgast 24.000.
Siðmennt hefur unnið að því í um 10 ár að öðlast jafna stöðu á við trúarleg lífsskoðunarfélög. Á síðasta þingi lagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, fram breytingar á lögum um skráð trúfélög og er þar lagt til að veraldlegum lífsskoðunarfélögum sé gert kleyft að ná jafnri stöðu að uppfylltum ströngum skilyrðum. Því miður tókst ekki afgreiða frumvarpið þegar þingið lauk störfum í byrjun sumars. Það er von Siðmenntar að frumvarpið fái efnislega meðferð í haust og afgreiðslu svo Siðmennt öðlist jafna stöðu á við önnur félög. Við gildistöku laganna öðlast til dæmis giftingar á vegum félagsins lagalega stöðu.
–
Stuðst er við grein sem birtist á The Guardian: Humanist weddings: now Scotland’s third most popular marriage ceremony