Kæru ungmenni og foreldrar!
Kynningarfundur um Borgaralega fermingu Siðmenntar verður í Háskólabíói, Sal 1, laugardaginn 14. nóvember frá kl. 11-12.
Mikilvægt að allir þeir sem eru að hugsa um að taka þátt skili inn útfylltu skráningarblaði sem finna má hér. Skráningin er ekki bindandi, en hjálpar okkur að gera okkur grein fyrir því hversu margir verða mögulega með. Nú stefnir í algjört metár í þátttöku sem er ákaflega gleðilegt og við hvetjum alla til að skrá sig fyrir fundinn. Litið er á skráninguna sem endanlega eftir fundinn. Kennslan hefst svo í janúar 2010.
Á fundinum verður farið í gegnum ýmsar hagnýtar upplýsingar um borgaralega fermingu og Siðmennt. Safnað verður saman upplýsingum og óskum frá þátttakendum um atriði er varða kennsluna. Það er því mikilvægt að allir reyni að mæta.
Umsjónarmenn borgaralegrar fermingar hlakka til að sjá ykkur öll!