Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

KYNNING Á SIÐRÆÐNUM HÚMANISMA Í REGNBOGASAL

Undanfarin mánudagskvöld hefur verið efnt til dagskrár í Regnbogasal Samtakanna ’78 um trú og lífsskoðanir.

Mánudaginn 28. ágúst kynnir Sigurður Hólm Gunnarsson, varaformaður Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi, félagið Siðmennt og lífskoðanir siðrænna húmanista, siðferði án guðshugmynda, trúleysi og afstöðu húmanista til kynhneigðar fólks. Dagskráin hefst kl. 21.00 í Regnbogasal Samtakanna ’78, Laugavegi 3.

Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga!


-Samtökin ’78, ÁST og Hinsegin dagar í Reykjavík

http://www.samtokin78.is/?PageID=78&NewsID=2189

Til baka í yfirlit