Aukaaðalfundur Siðmenntar verður haldinn þann 24. apríl 2019. Á fundinum verður kosið til formanns, stjórnar félagsins og varastjórnar.
Stjórn Siðmenntar vill hvetja alla félagsmenn sem áhuga hafa á að sitja í stjórn félagsins að gefa kost á sér í kjörinu. Félagsmenn eru hvattir til þess að láta vita af framboði sem fyrst, helst fyrir 10. apríl á sidmennt@sidmennt.is.
Við vonumst til að sjá sem flest ný andlit og staðið verður fyrir kynningu á frambjóðendum. Opnuð verður síða á vef félagsins þar sem frambjóðendur geta sett fram stutta kynningu á sér (hámark 500 orð og mynd).
Þann 10. apríl verður svo haldinn félagsfundur þar sem frambjóðendum gefst kostur á að kynna sig stuttlega. Einnig verður kynning á helstu þáttum í skipulagi og rekstri Siðmenntar og hlutverki Framtíðarráðs, Hugráðs og Viðurkenningarráðs sem eru að hefja starfsemi.
Sævar Finnbogason
Starfandi formaður Siðmenntar