Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Humanisterna samþykkt sem skráð trú- og lífsskoðunarfélag

Humanisterna samþykkt sem skráð trú- og lífsskoðunarfélag

Eftir langt ferli getur frændfélag Siðmenntar, Humanisterna, félag húmanista í Svíþjóð glaðst yfir því að hafa loksins öðlast formlega skráningu sem trú- og lífsskoðunarfélag þar í landi. Sjá frétt frá Humanisterna hér. Kammarkollegiet hafnaði upphaflega umsókn Humanisterna en skipti síðar um skoðun þegar málinu var áfrýjað til stjórnsýsludómstólsins.

Í úrskurði sínum 18. janúar segir stjórnsýsludómstóllinn (mál nr.: 5180-23) að Humanisterna stundi starfsemi sem gegnir sama hlutverki og trúarleg starfsemi og skuli því hljóta viðurkenningu sem trú- og lífsskoðunarfélag. Þetta staðfestir að trú á Guð er ekki skilyrði fyrir að teljast til trú- og lífsskoðunarfélags í Svíþjóð.

Formleg skráning Humanisterna sem trú- og lífsskoðunarfélag hefur ýmsar jákvæðar lagalegar afleiðingar fyrir félagið.

  • Húmanistarnir munu nú sækja um hjúskaparleyfi. Þetta er mjög mikilvægt þar sem embættismenn okkar munu geta framkvæmt löggild brúðkaup.
  • Félaginu gefst nú tækifæri, ef að þess er óskað, að láta sænsku skattastofnunina sjá um greiðslu félagsgjalda með skattseðlinum.
  • Félagið væntir þess að sem skráð trú- og lífsskoðunarfélag sé því velkomið að taka þátt í hinum ýmsu ráðum landsins þar sem trúfélög eru í samstarfi við sveitarfélög og ríki. Dæmi um slíkt ráð er stýrihópur um samfélagsvernd og viðbúnað (MSB) sem hefur talsverð völd, sér í lagi á krepputímum.
  • Félagið munum enn og aftur sækja um ríkisstyrk en nú sem trú- og lífsskoðunarfélag. Vonandi tekur ríkisstjórnin mark á þeirri niðurstöðu sem stjórnsýsludómstóllinn hefur tekið.


„Tilkynningin í dag er stórt skref í að sænska ríkið verði aðskilið frá kirkjunni og að trú- og lífsskoðunarfélög í landinu njóti jafnræðis. Humanisterna er lífsskoðunarfélag, eins og trúfélög, en hefur alltaf verið neitað um þátttöku á vettvangi trú- og líffskoðunarfélaga sem og ríkisstuðningi vegna þess að félagið skortir trú á Guði. Veraldlegt ríki á ekki mismuna eftir lífsskoðunum og Humanisterna fagna því að veraldlegur húmanismi geti verið hluti af hinu víðara samfélagi,“
segir formaður Humanisterna, David Rönnegard.

Til baka í yfirlit