Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Húmanistaviðurkenning og fræðslu- og vísindaviðurkenning Siðmenntar 2013

Í dag, þriðjudaginn 29. október, var Húmanistaviðurkenning Siðmenntar afhent í níunda sinn. Á sama tíma afhenti Siðmennt Fræðslu- og vísindaviðurkenningu félagsins sjötta árið í röð.  Afhendingin fór fram á Grand Hótel Reykjavík.

Einstaklingar og félagasamtök sem hafa lagt eitthvað mikilvægt af mörkum í anda húmanismans eiga möguleika á að hljóta viðurkenningar félagsins.

Húmanistaviðurkenninguna í ár fær Jón Gnarr, borgarstjóri, fyrir mikilvæg störf í þágu mannréttinda og mannúðar á Íslandi.

Eftirtaldir aðilar hafa fengið viðurkenninguna hingað til:  Samtökin 78, Ragnar Aðalsteinsson,Tatjana Latinovic, Rauði Kross Íslands, Alþjóðahús, Hörður Torfason, Páll Óskar Hjálmtýsson og á síðasta ár fengu samtökin Liðsmenn Jeríco ásamt Viðari Frey Guðmundssyni og Gunnari Halldóri Magnússyni Diego viðurkenninguna.

Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar í ár fær Pétur Halldórsson fyrir útvarpsþátt sinn Tilraunaglasið sem er á dagskrá á RÁS 1.

Þeir sem hafa fengið Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar á undanförnum árum eru: Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, Orri Harðarson, Ari Trausti Guðmundsson, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn og í fyrra Örnólfur Thorlacius.

Úr stefnuskrá Siðmenntar

Siðferðilegur grunnur
Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Félagið byggir starfsemi sína og lífssýn á siðrænum húmanisma (manngildishugsjóninni), sem er lífsviðhorf óháð trúarsetningum. Félagið stendur vörð um rétt einstaklinga til að þroskast á ólíkum forsendum og hvetur þá til ábyrgðar bæði á eigin velferð og annarra.

Þekking og menntun
Siðmennt telur að uppgötvanir í vísindum og nýjungar í tækni geti stuðlað að betra lífi. Siðmennt hvetur til gagnrýninnar hugsunar og telur að nýjar hugmyndir eigi að standast fræðilega rannsókn; að öðrum kosti eigi að vantreysta þeim.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar
Sími: 896 8101
Netfang: bjarni@sidmennt.is

Hér fyrir neðan fer myndband af allri dagskránni:

—————————————

Til baka í yfirlit