Fyrsta gifting samkynhneigðs pars í Noregi fór fram á vegum Human-Etisk Forbund (HEF) þann 22. febrúar síðastliðin. Með henni var stigið enn eitt skrefið í átt til jafnra mannréttinda samkynhneigðra í Noregi. Hjúskaparlögum í Noregi var breytt á þann veg að í stað sérstakra laga um vígslu samkynhneigðra voru sett ein lög um giftingar fyrir alla óháð trú eða kynhneigð. HEF, sem er stærsta lífsskoðunarfélag Noregs að undanskyldu ríkiskirkjunni, hefur um árabil gift pör. Lagabreytingin er með beina vísun í Mannréttindayfirlýsinguna og er raunverulegt skref í átt til jafnræðis lífsskoðana.
Einungis tvö lífsskoðunarfélög hafa ákveðið að framkvæma vígslu samkynhneigðra para samkvæmt nýju lögunum – HEF og Unitarar. Þjóðkirkjan norska felldi á þingi sínu í haust að virða mannréttindi allra í þjóðfélaginu og ætlar ekki að gifta samkynhneigða. HEF var síðan fyrsta lífsskoðunarfélagið sem framkvæmdi vígslu samkynhneigðra í Noregi! HEF er systurfélag Siðmenntar og hefur verið skráð sem lífsskoðunarfélag frá árinu 1981. Félagið stendur fyrir þúsundum félagslegra athafna á ári hverju og hefur Siðmennt einnig hafið slíka starfssemi.
Cecilia Patricia Stensland og Janne Lemvig Abrahamsen gengu í hjónaband laugardaginn 21. febrúar með fána samkynhneigðra í bakgrunni við Kjelsås Folkets hus í Oslo.
„Loksins eru við jöfn gagnkynhneigðum pörum. Við höfum fengið sömu réttindi og skyldur. Það er yndisleg tilfinning“, segir Janne Lemvig Abrahamsen við Aftenposten.