The International Humanist and Ethical Union (IHEU) flutti í dag mál fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þegar tekin var fyrir „Universal Period Review“ (UPR) skýrsla um mannréttindi á Íslandi. Málflutningur IHEU var í samvinnu við Siðmennt og European Humanist Federation.
Í yfirlýsingu sinni minnti Elizabeth O’Casey, fulltrúi IHEU, á að „lög um guðlast verndaði hugmyndir en ekki fólk og með því eru þau ógnun við grundvallar mannréttindi“.
Hún tók einnig undir skoðun Siðmenntar að það væri nauðsyn á stofnun þjóðbundinnar mannréttindaskrifstofu á Íslandi sem byggði á starfi Mannréttindaskrifstofu Íslands sem Siðmennt væri aðili að.
Í fréttatilkynningu frá IHEU í dag segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar:
„Afnám guðlastlaganna á Íslandi var stórt skref til að styrkja tjáningarfrelsi fólks. Lagagrein var vissulega ekki mikið notuð en við sjáum þó dæmi um að hún hafi verið notuð hér á landi en einnig í Evrópu. Skoðanir og jafnvel trúarskoðanir á að vera hægt að gagnrýna, án þess að eiga hættu á að fólk verði dæmt fyrir, því það er hluti lýðræðislegra samfélagsumræðu sem er öllum nauðsynleg.
Mikil samstaða náðist á þingi Íslendinga um að afnema lögin m.a. til að beina sjónum að grundvallar mannréttindum allra. Með því að nefna afnámið í tengslum við UPR skýrslu um Ísland er verið að draga athygli að nauðsyn þess að allir hafi réttinn til að tjá sig óháð hvar þeir búa.“
Yfirlýsinguna í heild má lesa í meðfylgjandi frétt.