Heimsþing húmanista var haldið í Kaupmannahöfn 4. - 6. ágúst. Þemað að þessu sinni var: "Building Better Democracies Through Humanist Values". Þetta var fyrsta heimsþing húmanista frá því að Covid-19 lék heimsbyggðina grátt en síðasta þing fór fram í Oxford 2014.
Að þessu sinni stóðu Norðurlöndin, ásamt Íslandi, fyrir heimsþinginu og fóru 20 Íslendingar í víking undir merkjum Siðmenntar þar sem ýmist var hlustað á erindi eða tekið þátt í vinnustofum auk þess sem við áttum okkar fulltrúa í hópi ræðumanna og vinnustofustýringar. Sjá dagskrá hér.
Á þinginu gafst okkur m.a. tækifæri til að skiptast á upplýsingum um hvernig húmanistasamtök hinna mismunandi þjóða reka starfsemi sína, hvaða áskoranir þau standa frammi fyrir og hvernig þeim gengur að glíma við þær. Jafnframt var tengslanet stækkað og við komum aftur heim margs fróðari og betur í stakk búin til að halda áfram að byggja upp félagið í komandi framtíð.
Eitt er þó sem kom glögglega fram hjá fjölda fyrirlesara og það er að hlutir eins og trúfrelsi og tjáningarfrelsi, sem við teljum vera sjálfsögð mannréttindi, eiga því miður undir högg að sækja í hinum stóra heimi og er full ástæða til að vera á tánum og halda áfram okkar hugsjónarstarfi.
Frábært þing í alla staði og næsta heimsþing verður haldið í Washington 2026.