Siðmennt þakkar öllum kærlega fyrir samveruna á liðnu ári og óskar ykkur gleðilegs nýs árs 2024.
Margt var brasað og brallað árið 2023 og má þar á meðal nefna Heimsráðstefnu húmanista í Kaupmannahöfn, glæsilegar fermingarathafnir, fjöldinn allur af húmaniskum athöfnum (giftingar, nafngjafir, einkafermingar og útfarir). Einnig stóð félagið fyrir tækifærisviðburðum eins og Hoppað í hnapphelduna, þingsetningarhugvekju, efast á kránni og vetrarsólstöðuhátíð.
Félagið horfir bjartsýnum augum til framtíðar og hlakkar til að takast á við spennandi og skemmtileg verkefni á nýju ári.