Tvær fermingarathafnir voru haldnar 23. apríl síðastliðinn í Háskólabíói. Fjölmenni var á báðum athöfnunum en um 2000 gestir voru viðstaddir. Sérstök athöfn var haldin í Dýrafirði 20. apríl fyrir tvo þátttakendur frá Ísafirði. Metþátttaka var í borgaralegri fermingu þetta árið en 130 börn tóku þátt að þessu sinni, samanborið við 93 í fyrra.
Andri Snær Magnason og Tatjana Latinovic héldu hátíðarræður í Háskólabíó og börnin sáu um skemmtileg atriði.
Ræður, myndir og aðrar upplýsingar um athafnirnar verða birtar fljótlega á vef Siðmenntar.