Sænski sálfræðingurinn Håkan Järvå heldur fyrirlestur þriðjudaginn 30. mars kl. 13:00 (til 14:00) í Málstofu Sálfræðideildar (Lögbergi stofu 102) með yfirskriftinni “The Battle for Our Minds”. Vantrú, Siðmennt og Sálfræðiskor HÍ standa að komu hans hingað. Håkan lýsir sálfræði bókstafstrúar vel: „…how abandoning oneself for a higher cause affects the brain, hypnosis and altered states of consciousness and the heuristics of the brain that makes us vulnerable for manipulation and susceptible to authority figures“. Þetta er ómissandi viðburður fyrir áhugafólk um eðli mannshugans.