Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fundur með fulltrúum utanríkisráðuneytis

Þann 10. ágúst 2015 sendi Siðmennt utanríkisráðherra bréf vegna fjórða morðsins á árinu á baráttuaðila fyrir trúfrelsi. Það eru vígasveitir íslamista í Bangladess sem eru ábyrg fyrir morðunum. Bloggarinn, trúleysinginn og húmanistinn Niloy Chowdhury Neel var myrtur þann sjöunda þessa mánaðar.

Í bréfi til ráðherrans er óskað eftir fundi með honum og jafnframt óskað eftir því við ráðherra: „ … beiti sér fyrir því á alþjóðavettvangi að þessi morð verði stöðvuð. Einnig er þess farið á leit að ríkisstjórnin sendi ráðamönnum í Bangladess bréf þar sem farið er fram á að gripið verði til ráðstafana til þess að tryggja að fólk geti tjáð skoðanir sínar.“

Fulltrúar Siðmenntar hittu þann 25. ágúst 2015 fulltrúa utanríkisráðuneytisins og ræddu um þessa viðburði. Upplýst var að fjölmargir aðilar hefðu sent slík bréf, m.a. bandaríska utanríkisráðuneytið, Evrópusambandið, talsmaður mannréttinda hjá Sameinuðu þjóðunum, Ban Ki-moon – framkvæmdastjóri SÞ, Amnesty International og International Humanist and Ethical Union, sem Siðmennt er aðili að.

Fulltrúar utanríkisráðuneytisins tóku undir alvarleika málsins og munu taka málið til skoðunar.

26.8.2015
Tengiliður er Bjarni Jónsson, s: 8968101

Til baka í yfirlit