Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

FRÉTTATILKYNNING: SIÐMENNT HVETUR YFIRVÖLD TIL AÐ STÖÐVA TRÚBOÐ Í GRUNNSKÓLUM Í FORMI VINALEIÐAR.

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hefur á undanförnum árum bent á óviðeigandi starfsemi trúfélaga, einkum Þjóðkirkjunnar, í opinberum skólum.

Siðmennt vill með þessu bréfi vekja athygli á svokallaðir Vinaleið sem er kristileg sálgæsla og fer fram í opinberum skólum.

Tillögur Siðmenntar
1. Starf Vinaleiðarinnar verði stöðvað umsvifalaust í öllum skólum á landinu þannig að tryggt sé að trúfrelsi og hlutleysi verði virt í opinberum skólum.

2. Menntayfirvöldum sveitarfélaganna ásamt skólastjórnendum verði gert að skilja að skóla og kirkju. Öll verkefni í leikskólum og grunnskólum sem eru á vegum trúfélaga verði umsvifalaust lögð af.

3. Útbúnar verði skýrar verklagsreglur til handa skólastjórnendum og kennurum svo tryggt verði að trúarlegt starf verði ekki stundað í opinberum skólum.

ATH: Meðfylgjandi er bréf (Vinaleið.pdf) sent á menntamálaráðherra þar sem trúboð í formi Vinaleiðar er harðlega gagnrýnt. Engum sem les þetta bréf getur dulist að Vinaleiðin er trúboð sem hlýtur að teljast afar óviðeigandi í opinberum skólum og ber að stöðva strax.

Nánari upplýsingar veitir
Sigurður Hólm Gunnarsson
Varaformaður Siðmenntar
S: 898-7585

Til baka í yfirlit