Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fjölskylduhátíð Siðmenntar á alþjóðlegum degi húmanista

Fjölskylduhátíð Siðmenntar á alþjóðlegum degi húmanista

Þriðja sumarið í röð ætlar Siðmennt að bjóða öllum félögum og öðrum velunnurum til sumargleði á Klambratúni.

Þann 21. júní, á alþjóðlegum degi húmanista, er sólstöðum fagnað ár hvert. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur af samtökum húmanista um allan heim og bjóðum við ykkur að fagna þessum degi með okkur.

Við verðum á Klambratúni fyrir neðan Kjarvalsstaði og í boði verða grillaðar pulsur & bulsur, drykkir, hoppukastali og skemmtiatriði. 

Blaðrarinn mætir á svæðið og ætlar að gefa börnunum blöðrudýr.


Gleðin hefst klukkan 17:00 og viðburðurinn er opinn fyrir alla.


Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Til baka í yfirlit