Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar 2024 verður haldið laugardaginn 4. maí 10:00 - 15:30 í Hinu Húsinu Rafstöðvarvergi 7-9.
Á Fjölmenningarþingi skapast einstakt andrúmsloft fyrir fólk af öllum uppruna til að miðla og skapa þekkingu sín á milli, eiga lífleg samskipti og góðan dag saman. Leiðarljós þingsins eru samskipti, lýðræði og viðhorf.
Þingið er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Reykjavíkurborg er fjölmenningarborg og eru um fjórðungur íbúa hennar af erlendum uppruna.
Sjónum verður beint að ýmsum málefnum sem eru í brennidepli svo sem tungumálum, bókmenntum, inngildingu og í fyrsta sinn verður málstofa sem er sérstaklega ætluð ungu fólki af erlendum uppruna og upplifunum þeirra í samfélaginu.
Mikilvægt er að skrá sig á málstofurnar: https://reykjavik.is/fjolmenningarthing-reykjavikurborgar...
10:00 Setning
10:05-11:00 Kynning á fjölbreyttum verkefnum úr fjölmenningarborginni Reykjavík.
11:30-12:15 - Málstofur
Fjölmenningarfærni - sitjum við öll við sama borð?
Örnámskeið í fjölmenningarfærni. Ert þú fjölmenningarfær?
Örnámskeið í fjölmenningarfærni. Ert þú fjölmenningarfær?
Getur góð þýðing á bókmenntum falið í sér inngildingu?
Eliza Reid, forsetafrú, stýrir málstofu þar sem Hallgrímur Helgason, Veronika Egyed og Luciano Dutra ræða mikilvægi þýðinga á bókmenntum.
Eliza Reid, forsetafrú, stýrir málstofu þar sem Hallgrímur Helgason, Veronika Egyed og Luciano Dutra ræða mikilvægi þýðinga á bókmenntum.
Hvernig þróum við samfélagstúlkun í breyttu samfélagi?
Birna Imsland fjallar um stækkandi hóp þjóðfélagsþegna sem þurfa samfélagstúlkun, hvað er vel gert og hvað má bæta í faginu
Birna Imsland fjallar um stækkandi hóp þjóðfélagsþegna sem þurfa samfélagstúlkun, hvað er vel gert og hvað má bæta í faginu
12:15-12:45 Hádegishlé. Léttar veitingar frá Á Bístró
12:45-13:30 - Málstofur
Opið, öruggt og kurteist samtal - spjall um fjölbreytileika og valdeflingu. Fyrir ungmenni af erlendum uppruna á aldrinum 13-16 ára.
Íslenska töluð með hreim - hefur það áhrif á samskipti í daglegu lífi?
Stefanie Bade fjallar um að tala íslensku með hreim, hvernig hreimurinn tengist sjálfsmynd fólks og fleira
Stefanie Bade fjallar um að tala íslensku með hreim, hvernig hreimurinn tengist sjálfsmynd fólks og fleira
"Farðu bara heim til þín" samtal um menningarfordóma
Sema Erla Serdaroglu ræðir um menningarfordóma í alþjóðlegu og íslensku samhengi
Sema Erla Serdaroglu ræðir um menningarfordóma í alþjóðlegu og íslensku samhengi
13:30-14:00 Kaffihlé
14:15-15:00 - Pallborð
Ekkert um okkur án okkar - Konur af erlendum uppruna í opinberri umræðu. W.O.M.E.N bjóða til pallborðs sem skipað er konum frá fjölbreyttum stigum samfélagsins. Þær munu skoða stöðu, áskoranir og tækifæri kvenna og taka við spurningum úr sal.
Menningarsendiherrar
Komdu að hitta menningarsendiherra. Mirabela Blag mun kynna störf þeirra og þær fjölmörgu áskoranir þau hafa tekist á við.
Komdu að hitta menningarsendiherra. Mirabela Blag mun kynna störf þeirra og þær fjölmörgu áskoranir þau hafa tekist á við.
15:00 - Lokaatriði
Listamaðurinn Andervel flytur nokkur lög í lok þingsins.
Listamaðurinn Andervel flytur nokkur lög í lok þingsins.