Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fjölmenni á fundi um líknardauða

Húsfyllir var á málþingi Siðmenntar um líknardauða sem haldið var á Hótel Sögu í gær. Um 130 manns sóttu málþingið og skoruðu fundarmenn á Alþingi að hefja umræðu um líknardauða.

 

Jóhann Björnsson, heimspekingur, flutti áhugavert erindi þar sem hann fjallaði um afstöðu heimspekinga til líknardauða. Sylviane Pétursson Lecoultre og Ingrid Kuhlman fluttu einstaklega áhrifarík erindi um ástvini sem hafa fengið aðstoð við að deyja. Maður Sylviane fékk aðstoð við að deyja í Sviss 2013 en faðir Ingridar var með þeim fyrstu til að fá ósk um líknardauða uppfyllta í Hollandi árið 2002.

Eftir formleg erindi voru pallborðsumræður. Greinilegt var að mikill áhugi var á fundarefninu og mikil þörf fyrir að ræða líknardauða enn frekar. Borin var fram óformleg tillaga á fundinum þar sem Alþingi Íslendinga var hvatt til þess að fjalla um lög og reglur sem snúa að líknardauða á Íslandi. Tillagan var samþykkt með lófaklappi mikils meirihluta fundarmanna.

Upptaka af fundinum verður sett á vef Siðmenntar á næstu dögum.

Mikið hefur verið fjallað um líknardauða á síðustu dögum. Sjá tengla á fjölmiðlaumfjöllun hér fyrir neðan.

[contentblock id=liknardaudi]

Myndir

 

Til baka í yfirlit