Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fimmtungur þingmanna á hugvekju Siðmenntar

Við setningu 140. löggjafarþings í dag, 1. október, bauð Siðmennt þingmönnum til hugvekju á Hótel Borg. Þetta er í fjórða sinn sem Siðmennt býður þeim Alþingismönnum sem það kjósa að hlusta á heimspekilega hugvekju í stað messu í tilefni af setningu Alþingis. Á þessum samverustundum hafa verið flutt stutt erindi um heimspekileg og siðræn málefni.

Í dag flutti Dr. Hulda Þórisdóttir hugvekju sem hún nefndi: Stefnt að betri ákvörðunum. Hulda er doktor í stjórnmálasálfræði frá New York University og er lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Boð Siðmenntar í dag þáðu 13 alþingismenn úr fjórum stjórnmálaflokkum og þingmen


Nánari upplýsingar veitir Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar í síma 896 8101.
n utan flokka.

Til baka í yfirlit