Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fermingarfræðsla Siðmenntar: Úlfljótsvatn

Fermingarfræðsla Siðmenntar: Úlfljótsvatn
Í tilefni af því að við munum opna fyrir skráningar á fermingarfræðslu námskeið þann 1. október næstkomandi viljum við fara saman yfir eitt námskeið á dag fram að því, af þeim námskeiðum sem standa til boða.
Nú viljum við kynna ykkur fyrir (líklegast) skemmtilegustu fermingarfræðslu á Íslandi: ÚLFLJÓTSVATN 🍀
Námskeiðið er kennt yfir heila helgi þar sem börnin gista í tvær nætur. Brottför er á föstudögum og heimkoma á sunnudögum.
Fermingarnámskeið fyrir þau fermingarbörn sem vilja taka allan pakkann á einni helgi og koma heim örþreytt, með fullt af nýjum vinum og djúpt sokkin í tilvistarlegar spurningar.
Helgin er fullpökkuð af leikjum, umræðum og vinnustofum tengdum húmanisma.
Við nýtum útilífsmiðstöðina vel og börnin fá að kynnast umhverfinu vel.
Lesa meira um Úlfljótsvatn hér.
Til baka í yfirlit