Við opnum fyrir skráningar á námskeiðin okkar eftir tvo daga og því komið að því kynna fyrir ykkur næstsíðasta námskeiðið okkar.
Þetta er þriðja nýja þemanámskeiðið okkar, sem verður kennt í fyrsta skipti í ár: LEIKLISTARNÁMSKEIÐ
Á námskeiðinu verður leiklist og sviðsframkoma tvinnuð saman við inntak fermingarfræðslunnar á skemmtilegan hátt.
Námskeiðið er kennt yfir tvær helgar á vorönn 2025, alls fjögur skipti, í fjórar klukkustundir í senn.
Á þemanámskeiðum er lagt upp með óhefðbundna nálgun þar sem fermingarbörnin eru virkjuð í gegnum áhugasvið sín til að takast á við viðfangsefni námskeiðsins. Þannig verða kennsluhættirnir frábrugðnir kennsluháttum grunnnámskeiðanna og skapandi aðferðafræði notuð til að miðla viðfangsefnunum til fermingarbarnanna.
Námskrá borgaralegrar fermingar er kennd í gegnum leiklist og áhersla verður lögð á skapandi hugsun, djúpa köfun í viðfangsefnin og persónulega nálgun í kennsluaðferðum.
Námskeiðið er tilvalið fyrir þau sem hafa brennandi áhuga á leiklist, sviðsframkomu og húmanisma. Námskeiðið verður kennt af leiklistarkennurum sem hafa reynslu af kennslu ungmenna.