Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fermingarfræðsla Siðmenntar: Íþróttanámskeið

Fermingarfræðsla Siðmenntar: Íþróttanámskeið

Í tilefni af því að við munum opna fyrir skráningar á fermingarfræðslu námskeið þann 1. október næstkomandi viljum við fara saman yfir eitt námskeið á dag fram að því, af þeim námskeiðum sem standa til boða.


Við byrjum á að kynna fyrir ykkur glænýtt þemanámskeið, sem verður kennt í fyrsta skipti í ár: ÍÞRÓTTANÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verða íþróttagreinar tvinnaðar saman við inntak fermingarfræðslunnar á skemmtilegan hátt.
Námskeiðið er kennt yfir tvær helgar á vorönn 2025, alls fjögur skipti, í fjórar klukkustundir í senn.
Á námskeiðinu verður námskrá húmanískrar fermingarfræðslu tengd við íþróttaiðkun, t.d. með því að varpa fram spurningum tengdar íþróttum.

"Er í lagi að svindla ef enginn sér til?"
"Þurfa öll að fá að vera með?"
"Er það gilt mark ef dómarinn sá boltann ekki fara inn í markið?"

Námskeiðið er tilvalið fyrir þau sem hentar illa að mæta í hefðbundna kennslu og hafa brennandi áhuga á íþróttum og húmanisma.

 

LESA MEIRA UM ÍÞRÓTTANÁMSKEIÐ


Hér er póstlisti fyrir þau sem vilja fá fréttir tengdar fermingum okkar árið 2025. 

Til baka í yfirlit