Nokkrir meðlimir í Siðmennt hafa haft samband við stjórn félagsins og bent á að einstaklingar eru í sumum tilfellum ranglega skráðir í trúfélög hjá Hagstofunni. Nokkur dæmi eru til að mynda um að fólk hafi skráð sig úr Þjóðkirkjunni en verið skráð í hana aftur eftir að hafa flutt til útlanda og svo aftur heim. Einnig hefur þetta komið fyrir eftir flutninga innanlands.
Lesendur eru hvattir til að hafa samband við Hagstofuna www.hagstofa.is í síma 528 1000 eða senda fyrirspurn á netfangið upplysingar@hagstofa.is og athuga hvort þeir séu ekki örugglega rétt skráðir í þjóðskrá. Töluverðir fjármunir eru í húfi því hver einasti þegn landsins er rukkaður um ca. 6800 krónur á ári sem renna beint í þá sókn eða í það trúfélag sem viðkomandi er skráður í.
Tengt efni:
Tilkynning til þjóðskrár um skráningu einstaklings, 16 ára og eldri, í trúfélag eða utan trúfélags
Tilkynning til þjóðskrár um skráningu barns, yngra en 16 ára, í trúfélag eða utan trúfélags