1. Siðmenntarþing og árshátíð - Smelltu hér til að skrá þig
Laugardaginn 1. mars stendur Siðmennt fyrir heilum degi af húmanisma þar sem Siðmenntarþing fer fram og mun þessum frábæra degi svo ljúka með árshátíð um kvöldið.
Hvetjum áhugasöm til að taka þátt í öllu því sem þau geta en hægt er að skrá sig í einstaka liði dagskrárinnar líka.
Dagskrá
10:00 - 11:45 Húmanísk bókmenntahátíð – koma munu fram:- Bjarni Snæbjörnsson
- Bragi Páll Sigurðarson
- Hope Knútsson
- Linda Vilhjálmsdóttir
11:45 - 12:15 Léttur hádegisverður
12:15 - 13:50 Málþing um sálgæslu
- Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar
- Fulltrúi sálgæsluteymis presta og djákna á Landspítalanum
- Myndbandserindi frá Lindsay de Wal frá Humanists UK en hún er einnig fyrsti húmanistinn til að leiða sálgæsluteymi á breskum spítala.
13:50 - 14:00 Veiting Húmanistaviðurkenningar og fræðslu- og vísindaviðurkenningar
18:30 Árshátíð Siðmenntar - Bragginn Nauthólsvegur 100, 102 Reykjavík
Staðsetning: salur Nauthóls að Nauthólsvegi 106, 102 Reykjavík.
2. Aðalfundur Smelltu hér til að skrá þig
14:00 - 17:00 Aðalfundur, smelltu hér til að sjá uppfært aðalfundarboð.
Staðsetning: salur Nauthóls að Nauthólsvegi 106, 102 Reykjavík.
3. Lagabreytingartillögur
Margrét Gauja Magnúsdóttir og Tinna Rut Jóhannsdóttir, athafnastjórar hjá Siðmennt, hafa lagt fram eftirfarandi lagabreytingartillögur:
Liður 5. Stjórn:
Grein 5.1 umorðuð og tölusett 5.1 og 5.2
Er nú: 5.1 Stjórn skipa fimm félagsmenn og tveir til vara. Kjósa skal í stjórn, ráð, nefndir og aðrar trúnaðarstöður innan félagsins árlega nema formann. Skal kjörtímabil formanns vera tvö ár. Formaður er kosinn sérstaklega, þá annað fólk í stjórn og loks varamenn. Önnur embætti innan stjórnar eru: varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Ef fleiri eru í kjöri en fjöldi í stjórn segir til um skal viðhafa leynilega kosningu.)
Greinar 5.2-5.5 verði 5.3-5.5 - innihald óbreytt.
- Grein 5.1 verði:
Stjórn skipa fimm félagsmenn og tveir til vara. Stjórn skal skipuð að lágmarki einum athafnastjóra með gild vígsluréttindi og að hámarki tveimur athafnastjórum með gild vígsluréttindi.
- Grein 5.2 verði:
Kjósa skal í stjórn, ráð, nefndir og aðrar trúnaðarstöður innan félagsins árlega nema formann. Skal kjörtímabil formanns vera tvö ár. Formaður er kosinn sérstaklega, þá annað fólk í stjórn og loks varamenn. Önnur embætti innan stjórnar eru: varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Ef fleiri eru í kjöri en fjöldi í stjórn segir til um skal viðhafa leynilega kosningu.)
Rök:
Athafnaráð, skipað fulltrúum athafnastjóra, hefur tillögurétt til stjórnar varðandi greiðslur til athafnastjóra. Að okkar mati er óásættanlegt að sá möguleiki komi upp að í stjórn sitji jafnframt athafnastjórar í meirihluta, sem taki ákvarðanir um greiðslur til sjálfra sín, byggt á tillögum félaga sinna úr athafnastjórn. Þó er mikilvægt að innan stjórnar sé til staðar skilningur og þekking á störfum og sjónarmiðum athafnastjóra og því leggjum við framangreindar breytingar til.
4. Framboð til stjórnar
Á aðalfundi fer fram kosning til formanns, aðalstjórnar og varastjórnar. Inga Auðbjörg Straumland hefur verið formaður Siðmenntar síðastliðinn sex ár en hún sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundinum.Borist hafa þrjú framboð til formanns, fimm framboð í aðalstjórn og þrjú í varastjórn.
Í framboði til formanns eru:
- Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnarsson
- Svanur Sigurbjörnsson
Í framboði til aðalstjórnar eru:
- Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
- Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
- Elsa Björg Magnúsdóttir
- Kristrún Ýr Einarsdóttir
- Sigurður Rúnarsson
Í framboði til varastjórnar eru
- Árni Grétar Jóhannsson
- Helga Bára Bragadóttir
- Mörður Árnason
Hægt er að fræðast meira um frambjóðendur á framboðssíðu Siðmenntar.
5. Drög að trúfrelsisstefnu
Nefnd um trúfrelsisstefnu Siðmenntar hefur verið við störf síðan í desember og verða drög að nýrri trúfrelsisstefnu Siðmenntar rædd á fundinum. Hægt er að nálgast drögin hér.