Siðmennt sendi öllum framboðum til Alþingis fimm spurningar og óskaði eftir afstöðu þeirra. Svörin verða birt á næstu dögum í þeirri röð sem þau bárust.
Spurningarnar snúa að veraldlegu samfélagi og nauðsynlegt að kjósendur geti áttað sig á afstöðu framboðanna.
Svar Dögunar var uppfært 21.10
Styður framboðið aðskilnað ríkis og kirkju?
Dögun hefði ekki mótað sér stefnu í þessu.
Mun framboðið beita sér fyrir því að á næsta kjörtímabili verði hafinn undirbúningur að ferli sem ljúki með aðskilnaði ríkis og kirkju?
Nei. Það eru fjöldamörg verkefni sem krefjast athygli okkar, s.s. húsnæðismálin
Styður framboðið skráningu trúar- og lífsskoðanir almennings?
Já.
Mun framboðið beita sér fyrir því að þau sem standa utan trúfélaga verði undanþegin svokölluðum sóknargjöldum?
Nei.
Mun framboðið að beita sér fyrir því að afnema lagaskyldu (lög nr. 35/1970) um að sveitarfélögum sé skylt að sjá trúfélögum fyrir ókeypis lóðum og ívilnunum tengdum því?
Nei. Þegar kirkjan varð ríkiskirkja færðust gífurlegar eignir kirkjunnar yfir til ríkisins. Þess vegna var meðal annars þetta ákvæði sett og þess vegna styður ríkið kirkjuna á ýmsa lund og öfugt. Kirkjan er mikilvægur þáttur í sögu okkar og samfélagi í dag og gegnir mikilvægu hlutverki í samfélagsþjónustu.
Frá Siðmennt:
Sumar spurningarnar gætu virst léttvægar en falla í þann flokk sem við getum kallað „frelsis“ málefni. Þó þau skori ekki hátt í áherslum kjósenda eins og t.d. heilbrigðismál og skólamál þá eru margir sem telja þau þrátt fyrir það mikilvæg. Fólk samsamar sig viðhorfum framboðanna og mátar sig við þau.
Það skal tekið fram að Siðmennt tekur ekki afstöðu til einstakra flokka eða frambjóðenda.